María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hollenska liðið fagnar sigurmarkinu í dag
Hollenska liðið fagnar sigurmarkinu í dag Vísir/getty
Gestgjafar Hollands byrjuðu EM á heimavelli með sigri en Holland vann Noreg 1-0  í opnunarleik mótsins sem lauk í Utrecht rétt í þessu. Sigurinn var verðskuldaður og fékk hollenska liðið færi til að bæta við mörkum.

María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, var á sínum stað í miðri vörn Noregs og lék allan leikinn.

Shanice van de Sanden var nálægt því að skora fyrsta mark mótsins eftir aðeins hálfa mínútu en Ingrid Hjelmseth í marki Noregs varði vel.

María í baráttunni við Danielle van de Donk í leiknum í dag.Vísir/getty
Átti Hjelmseth nokkrar góðar markvörslur í fyrri hálfleik og hélt leiknum markalausum fyrir liðsfélaga sína, staðan markalaus í hálfleik.

Van de Sanden var aftur á ferðinni á 66. mínútu þegar hún kom Hollandi yfir með góðum skalla. Kom þá fyrirgjöf frá Lieke Martens af vinstri kanti og stakk de Sanden sér fram fyrir varnarmanninn og skallaði boltann í netið.

Reyndist þetta vera eina mark leiksins en hollenska liðið var líklegra til að bæta við mörkum frekar en að norska liðinu tækist að jafna.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira