Milljónir tóku þátt í óformlegri atkvæðagreiðslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:54 Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 30. júlí nk. vísir/afp Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus. Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus.
Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00