Milljónir tóku þátt í óformlegri atkvæðagreiðslu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. júlí 2017 13:54 Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin 30. júlí nk. vísir/afp Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus. Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Yfir sjö milljónir manna greiddu atkvæði í óformlegri atkvæðagreiðslu í Venesúela í gær um breytingar á stjórnarskrá landsins. Atkvæðagreiðslan var skipulögð af stjórnarandstæðingum ríkisstjórnar landsins en formleg þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin þrítugasta þessa mánaðar.Umdeildar breytingar Um er að ræða afar umdeildar breytingar sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela, leggur til. Þær kveða á um að stjórnlagaþingi, skipuðu af 545 einstaklingum, verði komið á fót sem fái það hlutverk að afgreiða breytingar sem forsetinn vill gera á stjórnarskránni. Sömuleiðis fær stjórnlagaþingið heimild til þess að endurskrifa stjórnarskránna sýnist því svo. Stjórnarskráin verður með þessu færð úr höndum þingsins, en þar er stjórnarandstaðan í meirihluta. Þessar hugmyndir Maduro reyndust olía á eld andstæðinga hans en þeir segja áformin ekkert annað en einræðistilburði. Maduro tilkynnti um fyrirhugaðar breytingarnar fyrir 108 dögum og síðan þá hafa geisað hörð mótmæli í landinu, þar sem yfir hundrað manns hafa beðið bana. Hann ætlar hins vegar ekki að verða við kröfu mótmælenda um að segja af sér. Maduro mun að óbreyttu sitja út kjörtímabilið en því lýkur í byrjun árs 2019.Skotárás við kjörstað Háskóli í Venesúela hafði yfirumsjón með atkvæðagreiðslu gærdagsins. Alls greiddu 7,2 milljónir atkvæði, en til samanburðar gengu 7,7 milljónir manna til atkvæða í þingkosningunum árið 2015. Yfir tvö þúsund kjörstaðir voru settir upp víðs vegar um landið og gekk atkvæðagreiðsla að mestu vel fyrir sig. Í höfuðborginni Caracas var hins vegar kona skotin til bana þegar mótorhjólamenn óku hjá og skutu á kjósendur. Fjórir særðust í árásinni. Maduro hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi með öllu verið þýðingarlaus.
Tengdar fréttir Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fleiri fréttir „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Sjá meira
Skotin til bana á kjörstað Kona var skotin til bana í Caracas í Venesúela í dag þegar hún beið þess að greiða óformlegt atkvæði um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. júlí 2017 23:36
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00