Barnaverndarstofa rannsakar sérstaklega mál afans sem braut gegn barnabörnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2017 17:37 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. vísir/valli Viðbrögð viðkomandi barnaverndaryfirvalda í máli nær áttræðs karlmanns, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum í síðustu viku, hafa verið harðlega gagnrýnd. Barnaverndarstofa hyggst nú rannsaka sérstaklega meðferð málsins og viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll yfir manninum þann 11. júlí síðastliðinn, kemur fram að brotin áttu sér stað um margra ára skeið, eða frá árinu 1997 til ársins 2008. Í fréttatilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, áréttar Barnaverndarstofa að miklar breytingar hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Ástæða er að halda því til haga að margt hefur breyst til batnaðar í barnaverndarmálum á Íslandi frá þeim tíma sem þessi hörmulegu brot gegn börnunum áttu sér stað,“ segir í tilkynningunni.Nýta eftirlitsheimildir til að kanna ákveðna þætti málsins Þá segir enn fremur í tilkynningunni að í fjölmiðlum hafi komið fram „ávirðingar um mistök viðkomandi barnaverndarnefndar.“ Sérstaklega er upptalin gagnrýni varðandi það að mál viðkomandi barns hafi verið látið niður falla við flutning fjölskyldunnar úr sveitarfélaginu og enn fremur að málinu hafi ekki verið komið í réttan farveg innan barnaverndarkerfisins. Barnaverndarstofa mun nú nýta eftirlitsheimildir stofunnar til að kanna þessa þætti málsins sérstaklega. „Varhugavert er að draga of víðtækar ályktanir í þessum efnum án frekari athugunar. Af þessum sökum og í ljósi alvarleika og eðlis umrædds máls telur Barnaverndarstofa rétt og skylt að upplýsa um að tekin hefur verið sú ákvörðun að nýta eftirlitsheimildir stofunnar til þess að kanna framangreinda þætti málsins sérstaklega,“ segir í tilkynningunni. „Mun þá koma til skoðunar hver viðbrögð nefndarinnar og starfsmanna hennar voru við tilkynningu um málefni barnsins og hvaða farveg málinu var komið í. Þá verður einnig sérstaklega skoðað hvað varð til þess að máli barnsins var lokað hjá nefndinni og hvort um hafi verið að ræða athafnaleysi eða jafnvel vanrækslu að hálfu nefndarinnar.“Viðbrögð barnageðlæknisins rannsökuð sérstaklega Þá mun Barnaverndarstofa einnig kanna sérstaklega viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu, sem bjó yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn einum af brotaþolum málsins. „Í umræddum dómi kemur fram að starfandi barnageðlæknir á svæðinu hafi haft rökstuddan grun um alvarleg brot gegn einum af brotaþolum málsins. Í málinu lá fyrir læknabréf, sem er eitt af sönnunargögnum málsins, þar sem fram kemur að hann hafi búið yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn barninu. Af lestri dómsins verður ekki séð að viðkomandi barnageðlæknir hafi komið þeim upplýsingum til barnaverndaryfirvalda svo sem skylt er að lögum. Barnaverndarstofa mun beina þeim tilmælum til Embætti Landlæknis að hann láti kanna þann þátt málsins sérstaklega.“ Karlmaðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum þann 11. júlí síðastliðinn. Stúlkurnar voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin áttu sér stað en manninum var gert að greiða tveimur þeirra miskabætur, samtals 3,6 milljónir króna. Tengdar fréttir Afi sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabörnum Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum hans þegar þær voru 6 til 14 ára gamlar. 10. maí 2017 17:00 Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar. 12. júlí 2017 16:47 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Viðbrögð viðkomandi barnaverndaryfirvalda í máli nær áttræðs karlmanns, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum í síðustu viku, hafa verið harðlega gagnrýnd. Barnaverndarstofa hyggst nú rannsaka sérstaklega meðferð málsins og viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll yfir manninum þann 11. júlí síðastliðinn, kemur fram að brotin áttu sér stað um margra ára skeið, eða frá árinu 1997 til ársins 2008. Í fréttatilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, áréttar Barnaverndarstofa að miklar breytingar hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Ástæða er að halda því til haga að margt hefur breyst til batnaðar í barnaverndarmálum á Íslandi frá þeim tíma sem þessi hörmulegu brot gegn börnunum áttu sér stað,“ segir í tilkynningunni.Nýta eftirlitsheimildir til að kanna ákveðna þætti málsins Þá segir enn fremur í tilkynningunni að í fjölmiðlum hafi komið fram „ávirðingar um mistök viðkomandi barnaverndarnefndar.“ Sérstaklega er upptalin gagnrýni varðandi það að mál viðkomandi barns hafi verið látið niður falla við flutning fjölskyldunnar úr sveitarfélaginu og enn fremur að málinu hafi ekki verið komið í réttan farveg innan barnaverndarkerfisins. Barnaverndarstofa mun nú nýta eftirlitsheimildir stofunnar til að kanna þessa þætti málsins sérstaklega. „Varhugavert er að draga of víðtækar ályktanir í þessum efnum án frekari athugunar. Af þessum sökum og í ljósi alvarleika og eðlis umrædds máls telur Barnaverndarstofa rétt og skylt að upplýsa um að tekin hefur verið sú ákvörðun að nýta eftirlitsheimildir stofunnar til þess að kanna framangreinda þætti málsins sérstaklega,“ segir í tilkynningunni. „Mun þá koma til skoðunar hver viðbrögð nefndarinnar og starfsmanna hennar voru við tilkynningu um málefni barnsins og hvaða farveg málinu var komið í. Þá verður einnig sérstaklega skoðað hvað varð til þess að máli barnsins var lokað hjá nefndinni og hvort um hafi verið að ræða athafnaleysi eða jafnvel vanrækslu að hálfu nefndarinnar.“Viðbrögð barnageðlæknisins rannsökuð sérstaklega Þá mun Barnaverndarstofa einnig kanna sérstaklega viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu, sem bjó yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn einum af brotaþolum málsins. „Í umræddum dómi kemur fram að starfandi barnageðlæknir á svæðinu hafi haft rökstuddan grun um alvarleg brot gegn einum af brotaþolum málsins. Í málinu lá fyrir læknabréf, sem er eitt af sönnunargögnum málsins, þar sem fram kemur að hann hafi búið yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn barninu. Af lestri dómsins verður ekki séð að viðkomandi barnageðlæknir hafi komið þeim upplýsingum til barnaverndaryfirvalda svo sem skylt er að lögum. Barnaverndarstofa mun beina þeim tilmælum til Embætti Landlæknis að hann láti kanna þann þátt málsins sérstaklega.“ Karlmaðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum þann 11. júlí síðastliðinn. Stúlkurnar voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin áttu sér stað en manninum var gert að greiða tveimur þeirra miskabætur, samtals 3,6 milljónir króna.
Tengdar fréttir Afi sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabörnum Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum hans þegar þær voru 6 til 14 ára gamlar. 10. maí 2017 17:00 Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar. 12. júlí 2017 16:47 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Afi sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabörnum Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum hans þegar þær voru 6 til 14 ára gamlar. 10. maí 2017 17:00
Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar. 12. júlí 2017 16:47