Barnaverndarstofa rannsakar sérstaklega mál afans sem braut gegn barnabörnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2017 17:37 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. vísir/valli Viðbrögð viðkomandi barnaverndaryfirvalda í máli nær áttræðs karlmanns, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum í síðustu viku, hafa verið harðlega gagnrýnd. Barnaverndarstofa hyggst nú rannsaka sérstaklega meðferð málsins og viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll yfir manninum þann 11. júlí síðastliðinn, kemur fram að brotin áttu sér stað um margra ára skeið, eða frá árinu 1997 til ársins 2008. Í fréttatilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, áréttar Barnaverndarstofa að miklar breytingar hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Ástæða er að halda því til haga að margt hefur breyst til batnaðar í barnaverndarmálum á Íslandi frá þeim tíma sem þessi hörmulegu brot gegn börnunum áttu sér stað,“ segir í tilkynningunni.Nýta eftirlitsheimildir til að kanna ákveðna þætti málsins Þá segir enn fremur í tilkynningunni að í fjölmiðlum hafi komið fram „ávirðingar um mistök viðkomandi barnaverndarnefndar.“ Sérstaklega er upptalin gagnrýni varðandi það að mál viðkomandi barns hafi verið látið niður falla við flutning fjölskyldunnar úr sveitarfélaginu og enn fremur að málinu hafi ekki verið komið í réttan farveg innan barnaverndarkerfisins. Barnaverndarstofa mun nú nýta eftirlitsheimildir stofunnar til að kanna þessa þætti málsins sérstaklega. „Varhugavert er að draga of víðtækar ályktanir í þessum efnum án frekari athugunar. Af þessum sökum og í ljósi alvarleika og eðlis umrædds máls telur Barnaverndarstofa rétt og skylt að upplýsa um að tekin hefur verið sú ákvörðun að nýta eftirlitsheimildir stofunnar til þess að kanna framangreinda þætti málsins sérstaklega,“ segir í tilkynningunni. „Mun þá koma til skoðunar hver viðbrögð nefndarinnar og starfsmanna hennar voru við tilkynningu um málefni barnsins og hvaða farveg málinu var komið í. Þá verður einnig sérstaklega skoðað hvað varð til þess að máli barnsins var lokað hjá nefndinni og hvort um hafi verið að ræða athafnaleysi eða jafnvel vanrækslu að hálfu nefndarinnar.“Viðbrögð barnageðlæknisins rannsökuð sérstaklega Þá mun Barnaverndarstofa einnig kanna sérstaklega viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu, sem bjó yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn einum af brotaþolum málsins. „Í umræddum dómi kemur fram að starfandi barnageðlæknir á svæðinu hafi haft rökstuddan grun um alvarleg brot gegn einum af brotaþolum málsins. Í málinu lá fyrir læknabréf, sem er eitt af sönnunargögnum málsins, þar sem fram kemur að hann hafi búið yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn barninu. Af lestri dómsins verður ekki séð að viðkomandi barnageðlæknir hafi komið þeim upplýsingum til barnaverndaryfirvalda svo sem skylt er að lögum. Barnaverndarstofa mun beina þeim tilmælum til Embætti Landlæknis að hann láti kanna þann þátt málsins sérstaklega.“ Karlmaðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum þann 11. júlí síðastliðinn. Stúlkurnar voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin áttu sér stað en manninum var gert að greiða tveimur þeirra miskabætur, samtals 3,6 milljónir króna. Tengdar fréttir Afi sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabörnum Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum hans þegar þær voru 6 til 14 ára gamlar. 10. maí 2017 17:00 Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar. 12. júlí 2017 16:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Viðbrögð viðkomandi barnaverndaryfirvalda í máli nær áttræðs karlmanns, sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum í síðustu viku, hafa verið harðlega gagnrýnd. Barnaverndarstofa hyggst nú rannsaka sérstaklega meðferð málsins og viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll yfir manninum þann 11. júlí síðastliðinn, kemur fram að brotin áttu sér stað um margra ára skeið, eða frá árinu 1997 til ársins 2008. Í fréttatilkynningu, sem send var til fjölmiðla í dag, áréttar Barnaverndarstofa að miklar breytingar hafi orðið í málaflokknum á síðustu árum. „Ástæða er að halda því til haga að margt hefur breyst til batnaðar í barnaverndarmálum á Íslandi frá þeim tíma sem þessi hörmulegu brot gegn börnunum áttu sér stað,“ segir í tilkynningunni.Nýta eftirlitsheimildir til að kanna ákveðna þætti málsins Þá segir enn fremur í tilkynningunni að í fjölmiðlum hafi komið fram „ávirðingar um mistök viðkomandi barnaverndarnefndar.“ Sérstaklega er upptalin gagnrýni varðandi það að mál viðkomandi barns hafi verið látið niður falla við flutning fjölskyldunnar úr sveitarfélaginu og enn fremur að málinu hafi ekki verið komið í réttan farveg innan barnaverndarkerfisins. Barnaverndarstofa mun nú nýta eftirlitsheimildir stofunnar til að kanna þessa þætti málsins sérstaklega. „Varhugavert er að draga of víðtækar ályktanir í þessum efnum án frekari athugunar. Af þessum sökum og í ljósi alvarleika og eðlis umrædds máls telur Barnaverndarstofa rétt og skylt að upplýsa um að tekin hefur verið sú ákvörðun að nýta eftirlitsheimildir stofunnar til þess að kanna framangreinda þætti málsins sérstaklega,“ segir í tilkynningunni. „Mun þá koma til skoðunar hver viðbrögð nefndarinnar og starfsmanna hennar voru við tilkynningu um málefni barnsins og hvaða farveg málinu var komið í. Þá verður einnig sérstaklega skoðað hvað varð til þess að máli barnsins var lokað hjá nefndinni og hvort um hafi verið að ræða athafnaleysi eða jafnvel vanrækslu að hálfu nefndarinnar.“Viðbrögð barnageðlæknisins rannsökuð sérstaklega Þá mun Barnaverndarstofa einnig kanna sérstaklega viðbrögð starfandi barnageðlæknis á svæðinu, sem bjó yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn einum af brotaþolum málsins. „Í umræddum dómi kemur fram að starfandi barnageðlæknir á svæðinu hafi haft rökstuddan grun um alvarleg brot gegn einum af brotaþolum málsins. Í málinu lá fyrir læknabréf, sem er eitt af sönnunargögnum málsins, þar sem fram kemur að hann hafi búið yfir nákvæmum upplýsingum um langvarandi kynferðisofbeldi gegn barninu. Af lestri dómsins verður ekki séð að viðkomandi barnageðlæknir hafi komið þeim upplýsingum til barnaverndaryfirvalda svo sem skylt er að lögum. Barnaverndarstofa mun beina þeim tilmælum til Embætti Landlæknis að hann láti kanna þann þátt málsins sérstaklega.“ Karlmaðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum sínum þann 11. júlí síðastliðinn. Stúlkurnar voru á aldrinum 6-14 ára þegar brotin áttu sér stað en manninum var gert að greiða tveimur þeirra miskabætur, samtals 3,6 milljónir króna.
Tengdar fréttir Afi sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabörnum Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum hans þegar þær voru 6 til 14 ára gamlar. 10. maí 2017 17:00 Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar. 12. júlí 2017 16:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Afi sakaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn barnabörnum Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir kynferðisbrot gegn þremur barnabörnum hans þegar þær voru 6 til 14 ára gamlar. 10. maí 2017 17:00
Dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnabörnum Í dómnum yfir honum kemur fram að maðurinn, sem er nær áttræður, sé fjölveikur og noti fjölda lyfja. Litið var til aldurs hans við ákvörðun refsingar. 12. júlí 2017 16:47