Andrea Kristín telur að kveikt hafi verið í húsi sínu á Stokkseyri Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2017 22:00 Andrea Kristín segir að kveikt hafi verið í húsinu á meðan hún svaf. Vísir/Stefán Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem dvaldi í húsinu sem brann á Stokkseyri í gær, segist mikið brennd á líkama eftir brunann. Hún telur einnig að kveikt hafi verið í húsinu sem lögregla áætlaði að yrði rifið í dag. Andrea greindi frá líðan sinni í kjölfar brunans á Facebook-síðu sinni skömmu eftir hádegi í dag. Hún segist hafa hlotið brunasár í eldsvoðanum og að hún muni gangast undir aðgerðir vegna þeirra. „Ég er á lífi og hvolparnir eru heilir á húfi. Ég er mikið brennd á öxlum, baki og höndum og fyrir liggja aðgerðir í átt að fullum bata,“ skrifar Andrea. Þegar Vísir náði tali af Andreu Kristínu upp úr hádegi í gær sagðist hún vera á „brunadeild“ á sjúkrahúsi en baðst undan frekara viðtali. Telur að um íkveikju sé að ræðaÞá telur Andrea að kveikt hafi verið í húsinu en hún var sofandi þegar eldurinn braust út. Hún lýsir atburðarásinni í smáatriðum á Facebook-síðu sinni og tekur sérstaklega fram að hún telji að um íkveikju hafi verið að ræða. „Það var kveikt í húsinu mínu meðan ég svaf. Ég vaknaði við hvolpana mína geltandi og hleyp fram. Þá er þrifið í mig og skvett vökva á bakið á mér og ég gat sprottið nógu snögglega á fætur til að grípa í Tank og hlaupa með þau öll út áður en allt var alelda og leggjast í grasið.“ Vísir greindi frá því í dag að enn væri óljóst hver upptök eldsvoðans væru. Rannsókn málsins stendur yfir og hefur tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið fengin til aðstoðar, að sögn Þorgríms Óla Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Aðspurður sagði Þorgrímur Óli að um altjón hafi verið að ræða og að húsið yrði rifið í dag. Hann sagðist ekki geta svarað til um hvort grunur leiki á íkveikju.Þakkar innileg skilaboð í kjölfar fósturlátsAndrea greinir einnig frá því að hún hafi misst fóstur í ósköpunum. „Ég missti því miður barnið líka í þessum ósköpum en fyrsta mæðraskoðun átti einmitt að vera í dag, 17. júlí,“ skrifar Andrea. Þá þakkar hún fyrir hlý og innileg skilaboð sem henni hafa borist í kjölfar áfallsins. Hún vill enn fremur koma á framfæri þakklæti til slökkviliðs Árborgar og sjúkraflutningamanna sem reyndust henni vel við erfiðar aðstæður.Facebook-færslu Andreu má sjá í heild sinni hér að neðan. Ekki náðist í Andreu við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Eldsupptök á Stokkseyri enn óljós Húsið rifið í dag. 17. júlí 2017 16:16 Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33 Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi á Stokkseyri Íbúi hússins komst út af sjálfsdáðum og var fluttur með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Landsspítalann í Fossvogi. 16. júlí 2017 11:33
Andrea Kristín á sjúkrahúsi eftir brunann á Stokkseyri Andrea Kristín Unnarsdóttir hefur búið í húsinu við Heiðarbrún á Stokkseyri sem brann í morgun. 16. júlí 2017 14:04