Nítján ára bjargaði sjö úr eldsvoða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. júlí 2017 19:54 Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. vísir/Heiða Halldórsdóttir Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Nítján ára stúlka bjargaði sjö starfsmönnum Hótels Reynihlíðar eftir að eldur kom upp í starfsmannabústöðum þeirra við Mývatn í nótt. Eldurinn uppgötvaðist fyrir einskæra tilviljun en starfsmennirnir voru allir í fasta svefni. Tilkynning um brunann barst á fjórða tímanum í nótt og reyndist eldurinn vera það mikill að kalla varð eftir aðstoð frá nágrannaslökkviliðum.Olivía sagði alla vera í áfalli þó að þeir hafi ekki verið inni í húsinu.Vegna vinds var útbreiðsla eldsins hröð og logaði út um glugga og hurðir á húsinu þegar að var komið. Vatnslaust var á svæðinu vegna viðgerðar í nótt og þurfti slökkvilið að sækja vatn beint í Mývatn. Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að tjónið væri mikið en til allrar lukku hafi allir bjargast út. Hann segir starfsfólkið í áfalli og fékk það aðstoð frá áfallateymi Rauða krossins í dag sem opnaði fjöldahjálparstöð og útvegaði fatnað. Starfsfólkið missti allt sitt í brunanum en húsið er talið ónýtt. Olivía Ragnheiður Rakelardóttir starfar einnig á hótelinu og býr í starfsmannahúsi við hlið þess sem brann. „Þannig er mál með vexti að ég reyki og var ekkert farin að sofa klukkan hálf fjögur í nótt. Þannig að ég fer út að reykja og þetta blasir bara við mér, sagði Olivia Ragnheiður Rakelardóttir, starfsmaður á Hótel Reynihlíð Olivía segir að mikill eldur hafi þegar logað þegar hún kom út.Tjónið er mikið, líkt og sjá má.vísir/Heiða Halldórsdóttir„Ég sá að það var enginn kominn út þannig að ég hringi strax í Neyðarlínuna og svo vek ég fólkið sem er inni þannig að það nær að koma sér út í tæka tíð,“ segir Olivia. Olivía segir hlutina hafa gerst hratt eftir að starfsfólkið vaknaði, en það dreif sig í föt og beint út og engu hafi verið hægt að bjarga. „Það eru allir í áfalli, þó það hafi ekki verið inni. Það eru allir svo nánir hérna. Þeir vita ekki hvað þeir eiga að segja. Ég var bara á réttum tíma á réttum stað,“ segir Olivia. Hvernig líður þér í dag? „Ég er enn þá mjög dauf. Veit ekki alveg hvað er að gerast. Þetta er mjög súrealískt að þetta hafi gerst,“ segir Olivia. Lögreglan á Norðurlandi eystra lauk vettvangsrannsókn í dag og í bráðabirgðaniðurstöðum kemur fram að eldsupptök hafi verið á palli sem er reykingaaðstaða starfsfólks.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36 Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12
Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. 19. júlí 2017 10:36
Eldsupptökin í Reykjahlíð í reykingaaðstöðu starfsfólks Bráðabirðganiðurstaða lögreglu bendir til þess að eldurinn hafi kviknað á palli fyrir utan húsið þar sem starfsmenn Hótel Reykjahlíðs hafa aðstöðu til að reykja. 19. júlí 2017 15:20