Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 10:36 Hótelstjórinn telur að um altjón sé að ræða en lögreglan rannsakar enn vettvang og eru eldsupptök óljós. pétur snæbjörnsson Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan. Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan.
Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12