Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 10:36 Hótelstjórinn telur að um altjón sé að ræða en lögreglan rannsakar enn vettvang og eru eldsupptök óljós. pétur snæbjörnsson Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan. Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan.
Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12