Starfsfólk Hótel Reynihlíðar í áfalli eftir eldsvoðann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júlí 2017 10:36 Hótelstjórinn telur að um altjón sé að ræða en lögreglan rannsakar enn vettvang og eru eldsupptök óljós. pétur snæbjörnsson Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan. Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri Hótel Reynihlíðar á Mývatni, segir að konan sem varð eldsvoðans vör í starfsmannahúsi hótelsins í nótt hafi bjargað mannslífum. Sjö starfsmenn hótelsins sem búa í húsinu voru í fastasvefni þegar eldurinn kom en konan, sem er einnig starfmaður hótelsins og býr í næsta húsi, náði að vekja þá sem voru inni í brennandi húsinu og komust þeir út af sjálfsdáðum. Enginn slasaðist eða fékk reykeitrun en Pétur segir að fólkið sé í áfalli eftir eldsvoðann. „Menn eru bara í áfalli. Það var náttúrulega ekki svefnsöm nóttin og þetta tekur allavega daginn, vonandi ekki lengri tíma. Menn fóru bara beint upp úr rúminu og út og hann Kristján sem var þarna húsráðandi stóð sig mjög vel í því að koma mönnum út úr húsi,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu.Sjö starfsmenn hótelsins bjuggu í húsinu en annar samstarfsmaður og nágranni varð eldsins var og bjargaði mannslífum að því er hótelstjórinn telur.pétur snæbjörnssonHúsið byggt árið 1963 Hann segir að konan sem lét vita af eldsvoðanum hafi komið til ómetanlegrar hjálpar. „Maður hefur nú oft fjargviðrast við ungdómnum í sumarnóttinni að vilja ekki sofa og bara vaka en þarna kom það sér vel,“ segir Pétur. Eldsupptök eru óljós en lögreglan er enn að rannsaka vettvang. Pétur segist telja líklegt að um altjón sé að ræða en þegar lögreglan muni afhenda vettvanginn muni hann fá tryggingafélagið til að koma og meta tjónið. „Í dag erum við bara að hugsa um þessa mannlegu þætti, að koma fólkinu fyrir sem dvaldi í húsinu og finna þeim nýtt húsnæði.“ Húsið var byggt árið 1963, er steinsteypt og með stení-klæðningu að utan.
Tengdar fréttir Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Eldur í einbýlishúsi í þéttbýli við Mývatn Ung kona náði með snarræði að vekja upp fólk, sem var í fasta svefni í húsi í þéttbýlinu við Mývatn, skammt frá Reynihlíð, þegar mikill eldur gaus þar upp. 19. júlí 2017 07:12