FIFA ánægðir með vel heppnaða álfukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. júlí 2017 15:15 Ríkjandi heimsmeistarar Þjóðverja unnu álfukeppnina og verða að teljast líklegir til árangurs næsta sumar Getty Images Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Álfukeppnin í fótbolta er svokölluð generalprufa fyrir heimsmeistarakeppnina og eru stjórnarmenn alþjóðaknattspyrnusambandsins ánægðir með það sem Rússar buðu uppá síðustu vikur. Keppninni lauk í gær þegar ríkjandi heimsmeistarar sigruðu Síle 2-0 í úrslitaleiknum. „Við höfðum heyrt af óeirðum fyrir keppnina, fótboltabullum, kynþáttaníði og öðru. Það kom ekkert upp hjá okkur, allt gekk eins og í sögu,“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, eftir keppnina.Formaður skipulagsnefndar heimsmeistarakeppninnar, Alexey Sorokin, tekur í sama streng. Hann segir álfukeppnina hafa breytt viðhorfi almennings gagnvart Rússum, en það hefur verið mikil gagnrýni á að halda skuli heimsmeistarakeppnina í Rússlandi frá því valið var kunngjört 2010. „Skipulagið á keppninni var á það háu plani að við eyddum öllum áhyggjum og staðalímyndum sem fólk hafði um skipulag stórra viðburða í Rússlandi, og hvernig komið er fram við erlenda áhorfendur. Stuðningsmenn gátu ferðast um án kostnaðar með 217 fríum lestum og boðið var upp á frítt internet inná leikvöngunum. Okkur líður vel með okkar skipulag, nú þarf fólk bara að koma og njóta Rússlands,“ sagði Sorokin.Sorokin telur að ímyndin um rússnesku fótboltabulluna sem hreytir niðrandi kynþáttaníði í andstæðinginn sé eitthvað sem alþjóðapressan hafi búið til og segist fullviss um að það verði ekkert slíkt upp á teningunum í Rússlandi að ári. Það kom ekki upp eitt einasta atvik um kynþáttaníð í álfukeppninni, og þeim fer sífækkandi í Rússlandi, svo Sorokin er viss um að heimsmeistarakeppnin verði alveg laus við það. Rússneska knattspyrnusambandið gaf út svokölluð stuðningsmannaskilríki fyrir álfukeppnina, og munu gera slíkt hið sama fyrir heimsmeistarakeppnina næsta sumar. Þessum skilríkjum þarf að framvísa ásamt aðgöngumiða þegar komið er á vellina og er ætlað til að auka öryggi á leikjum mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38 Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55 Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00 Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53 Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Sjá meira
Portúgalar tóku bronsið Portúgal bar sigurorð af Mexíkó, 2-1, í leiknum um bronsið í Álfukeppninni í fótbolta í dag. 2. júlí 2017 14:38
Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 3-0, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld. 29. júní 2017 19:55
Forseti FIFA: Myndbandsdómarar eru framtíð fótboltans Gianni Infantino, forseti FIFA, er ánægður með hvernig tilraunin með myndbandsdómara í Álfukeppninni í Rússlandi hefur tekist. 2. júlí 2017 09:00
Þjóðverjar unnu Álfukeppnina Þjóðverjar halda áfram að safna titlum í sumar en A-landslið þeirra vann Álfukeppnina í kvöld með 1-0 sigri á Síle í úrslitaleik. 2. júlí 2017 19:53
Bravo hélt hreinu í vítaspyrnukeppninni Claudio Bravo varði Síle inn í úrslitaleik Álfukeppninnar í kvöld er hann lokaði markinu í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal í undanúrslitaleik. 28. júní 2017 20:41