Fótbolti

Sonur George Weah semur við PSG

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
George Weah í leik með PSG á 10. áratug síðustu aldar.
George Weah í leik með PSG á 10. áratug síðustu aldar. vísir/getty
Sonur líberísku goðsagnarinnar George Weah hefur gert þriggja ára atvinnumannasamning við Paris Saint-Germain.

Timothy Weah, sem er 17 ára gamall, hefur verið á mála hjá PSG síðan 2014. Hann fæddist í New York og hefur spilað fyrir yngri landslið Bandaríkjanna.

Faðir Timothys lék með PSG á árunum 1992-95 og varð einu sinni franskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

George Weah fékk Gullboltann 1995 og var auk þess valinn besti leikmaður heims af FIFA sama ár.

George Weah er núna þingmaður í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×