McCain telur heilbrigðisfrumvarp repúblikana líklegast dautt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2017 18:20 John McCain. Vísir/EPA John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið. Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
John McCain, öldungardeildarþingmaður repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir að tilraunir repúblikana til þess að koma nýju heilbrigðisfrumvarpi í gegn um þingið séu líklegast ekki að fara að bera árangur og að teikn séu á lofti um að frumvarpið kunni að vera í vanda. Reuters greinir frá. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að alríkið muni ekki lengur koma til með að fjármagna heilbrigðistryggingakerfið eins og gert er ráð fyrir í núverandi lögum sem komið var á undir stjórn Barack Obama og kölluð eru „Obamacare.“ Gagnrýnendur segja að frumvarp repúblikana feli í raun í sér skattaafslætti til handa þeim ríku með því að fjarlæga heilbrigðistrygginga hinna fátæku með lægri skattgreiðslum og reki um leið upp kostnaðinn á heilbrigðistryggingum fyrir veika og eldri borgara. Óháða stofnunin CBO (e. Congressional Budget Office) sem fylgist með fjárútlátum á vegum bandaríska þingsins og sér jafnframt um að meta áhrif lagasetningar á bandaríska borgara gerir ráð fyrir því að um 22 milljónir bandaríkjamanna muni missa heilbrigðistryggingar sínar á næsta áratugi, gangi frumvarp repúblikana í gegn. Repúblikanar hafa nauman meirihluta í öldungadeild þingsins og eru með 52 þingmenn, á móti 48 þingmönnum demókrata en nú þegar hafa repúblikanar í deildinni líkt og Rand Paul og Susan Collins lýst yfir efasemdum um ágæti frumvarpsins. Því verður að teljast tæpt að frumvarpið verði samþykkt af meirihluta öldungadeildarinnar, þrátt fyrir meirihluta repúblikana. John McCain virðist einnig hafa sínar efasemdir um frumvarpið, ef marka má ummæli hans og ekki víst að hann muni leggja sitt af mörkum til þess að koma frumvarpinu í gegn.Í mínum huga er það líklegast að fara að deyja. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur róið að því öllum árum að fá repúblikana til þess að styðja frumvarpið og hefur Reince Priebus starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagt að forsetinn geri fastlega ráð fyrir því að þingið muni samþykkja frumvarpið.
Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild Leiðtogi Repúblikanaflokksins á öldungadeil þingsins segist ekki viss um að frumvarpið verði samþykkt. 7. júlí 2017 17:45