Grænlandssöfnunin komin í 27 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2017 09:45 Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou eru nýjir talsmenn söfnunarinnar. Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“ Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Hrafn Jökulsson, sem hefur verið talsmaður söfnunarinnar, en hefur nú skipt um hlutverk í Vináttu í verki og einbeitir sér að skipulagningu og fjármögnun, er kátur með hvernig til hefur tekist. Hann segir að markið sé sett á 50 milljónir. „Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar,“ segir Hrafn.Grænlandsvinur númer eitt, Hrafn Jökulsson, stendur nú í stórræðum en hann ásamt fjölmörgum öðrum, stendur að Vináttu í verki -- söfnun vegna hamfara í Grænlandi.visir/ernirÍ dag verður svo opnuð sérstök síða þar sem haldið er utan um söfnunina, en vettvangur hennar hefur hingað til verið Facebook-síða Hrafns. „Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd,“ segir Hrafn. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf í litlu samfélagi og gríðarlegt eignatjón fólks, sem var fátækt fyrir. „Við vildum láta Grænlendinga finna fyrir vináttu og stuðningi okkar — strax. Grænlenska þjóðin var í djúpri sorg, en tafarlaus og kærleiksrík viðbrögð Íslendinga og Færeyinga voru ljósgeisli í myrkrinu.“
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira