Hryðjuverkaárás við Finsbury Park: Nágrannar lýsa Osborne sem „árásargjörnum“ og „undarlegum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2017 08:41 Darren Osborne er grunaður um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags. mynd/facebook Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Darren Osborne, 47 ára gamall maður frá Cardiff í Wales, sem grunaður er um hryðjuverkaárás við moskur í Norður-London aðfaranótt mánudags er „árásargjarn“ og „undarlegur“ að því er nágrannar hans til fjölda ára segja. Lögreglan gerði húsleit heima hjá Osborne í gær. Einn lést í árásinni og ellefu særðust en Osborne ók sendiferðabíl inn í hóp múslima sem voru að koma frá kvöldbænum í moskum við Finsbury Park. Eftir að hann ók inn í mannfjöldann á Osborne að hafa hrópað „Ég vil drepa alla múslima og nú hef ég gert mitt.“ Að því er fram kemur á vef Guardian á Osborne að hafa sagt 10 ára gömlum nágranna sínum, dreng sem er múslimi, að honum hafi verið hent út af bar eftir að hafa „blótað múslimum og sagt að hann ætlaði að gera einhvern óskunda.“ Osborne er fjögurra barna faðir og sendi fjölskylda hans frá sér yfirlýsingu í gær vegna árásarinnar. „Við erum í algjöru áfalli. Þetta er ótrúlegt og við höfum ekki almennilega áttað okkur á því sem gerðist,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldu mannsins. „Hann hefur bara glímt við vandamál í langan tíma. Hann er ekki kynþáttahatari.“ Lögreglan telur hins vegar að Osborne hafi tengsl við hægriöfgahópa þó ekki sé vitað mikið um þau. Þetta gefur hins vegar til kynna að árásin hafi verið hatursglæpur. Theresa May, forsætisráðherra, sagði í gær að hatrið og illskan sem sést hefði í árásinni mætti aldrei fá að ráða.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00 Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08 Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Fjölskyldan segir hryðjuverkamanninn ekki kynþáttahatara Minnst einn lést og níu slösuðust þegar breskur maður ók á hóp múslima í London í gær. Þetta er fjórða hryðjuverkaárásin í landinu í ár. 20. júní 2017 07:00
Einn látinn og átta slasaðir í London Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær. 19. júní 2017 07:08
Árásarmaðurinn í London nafngreindur Maðurinn sem grunaður er um árásina við mosku í Finsbury Park í London í gærkvöldi hefur verið nafngreindur. Samkvæmt heimildum BBC-fréttastofunnar heitir maðurinn Darren Osborne, 47 ára, og er búsettur í grennd við Cardiff í Wales. 19. júní 2017 17:46
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent