Rósa rekin til baka með fótboltavellina Jakob Bjarnar skrifar 22. júní 2017 10:04 Guðlaug gekk óvænt til liðs við stjórnarandstöðuna í Hafnarfirði en Gunnar Axel segir tillöguna ganga út á að afla sér skammtímavinsælda á hæpnum forsendum. Rósa undrast hvernig mál hafa þróast. Tillaga Sjálfstæðismanna þess efnis að bæjarfélagið reisti tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli var ekki samþykkt á átakafundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær. Gert var ráð fyrir því að bærinn ætti vellina og velti til framkvæmdanna allt að 400 milljónum króna árlega, næstu fjögur árin. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fimm. Andstaðan við málið kemur Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, í opna skjöldu.Vísir greindi frá tillögunni áður en til fundar kom og ræddi við Rósu. Hún var þá vongóð um að tillagan myndi verða samþykkt, og vísað til frekari vinnslu. En, minnihlutinn, auk samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð, lagðist gegn málinu. Rósu til nokkurrar furðu.Rósa undrast viðtökur í bæjarstjórn„Við höfum verið með þessi mál, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í bænum í skoðun, greiningu og vinnslu í um tvö ár, aflað gagna, látið gera úttektir og svo framvegis. Nú var orðið tímabært að láta verkin tala og taka til raunverulegrar vinnslu í fjárhagsáætlunargerðinni, tel ég tillöguna okkar mjög hófsama og góða,“ segir Rósa í samtali við Vísi. „Ég átti frekar von á því að aðrir flokkar í bæjarstjórn myndu styðja það að hún yrði unnin áfram í fjárhagsáætlun, en svo reyndist ekki raunin þegar til kom. En, við höldum bara áfram, að vinna með tillöguna, ef þarf að breyta henni eitthvað þá hlýtur það að vera hægt, en fyrir fundinn kom enginn með hugmynd að því að gera á henni breytingar.“ Guðlaug Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar bar því við á fundinum að kostnaðaráætlun væri vanreifuð? Er það ekki fremur klén ástæða, í þínum huga? „Jú, óskiljanleg rök. Við lögðum það einmitt til að 300-400 milljónir yrðu settar í málið á ár í 4 ár. Við erum búin að liggja yfir tölum og upplýsingum um hvað þessi mannvirki kosta í um tvö ár, fulltrúar í bæjarráði og víðar; sumsé allir kjörnir fulltrúar. Fá mál sem við höfum legið eins mikið yfir undanfarin misseri. En, ég lít alls ekki á þessu máli sé lokið, munum vinna áfram með tillöguna.“Samstarfsflokkurinn setur niður fótinnÞegar það er borið undir Rósu hvort verið geti að aðrar ástæður fyrir þessum klofningi meirihlutans í málinu, svo sem þær að Björt framtíð á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum á landsvísu og vilji með þessu óvænta útspili greina sig frá Sjálfstæðisflokknum, þá segist Rósa ekki telja að svo sé. „Það tel ég ekki, en þarna kemur fram mismunandi afstaða til þessara mála - við teljum þetta brýnt og jákvætt að byggja upp fyrir þau hátt í 2000 ungmenni sem stunda fótbolta í Hafnarfirði, sem er mikið fagnaðarefni hve margir iðka, bæði stelpur og strákar. Það er gríðarlega fjölgun i greininni.“Hestamenn töldu fram hjá sér gengiðTillagan naut mikils stuðnings bæði FH og Hauka. Viðar Halldórsson, formaður FH og Samúel Guðmundsson, formaður Hauka, skoruðu sameiginlega á bæjarfulltrúa í Hafnarfirði að styðja framkomna tillögu og vonuðust til þess í yfirlýsingu að hún komist til framkvæmda sem allra fyrst. Hins vegar var urgur í öðrum félögum, og til að mynda töldu hestamenn í Sörla Hafnarfirði þarna freklega fram hjá sér gengið? „Þessi hófsama tillaga fjallaði um uppbyggingu til fótboltans og kemur alls ekki í veg fyrir aðra uppbyggingu hvorki í íþróttum eða annars staðar, eitt útilokar ekki annað þarna er gríðarlegur fjöldi iðkenda og orðið brýnt að bæta aðstöðuna til æfinga og keppni. Eitt útilokar ekki annað.“Skammtímavinsældir á hæpnum forsendumÍ bókun minnihlutans, sem Gunnar Axel Axelsson lagði fram, segir meðal annars: „Fulltrúar minnihlutans taka ekki þátt í þeirri óábyrgu tillögugerð sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að leggja hér fram í þeim augljóslega tilgangi að slá ryki í augu bæjarbúa og afla sér skammtímavinsælda á mjög svo hæpnum forsendum.“Miðað við það sem þú segir þá hlýtur þessi harða andstaða að hafa komið þér verulega á óvart? „Já, því allir fulltrúar bæjarstjórnar hafa tekið þátt í þeim umræðum, vinnu og greiningum á málinu. Svo þegar við viljum leggja fram raunhæfa tillögu og viljum láta verkin tala þá kemur raunverulegur vilji fulltrúa í ljós og þá er gripið til svona pólitíkur. Menn verða bara að eiga það við sig.“ Tengdar fréttir Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Gert ráð fyrir um 400 milljónum króna í verkefnið næstu fjögur árin. 19. júní 2017 14:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Tillaga Sjálfstæðismanna þess efnis að bæjarfélagið reisti tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli var ekki samþykkt á átakafundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær. Gert var ráð fyrir því að bærinn ætti vellina og velti til framkvæmdanna allt að 400 milljónum króna árlega, næstu fjögur árin. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fimm. Andstaðan við málið kemur Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, í opna skjöldu.Vísir greindi frá tillögunni áður en til fundar kom og ræddi við Rósu. Hún var þá vongóð um að tillagan myndi verða samþykkt, og vísað til frekari vinnslu. En, minnihlutinn, auk samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins, Bjartri framtíð, lagðist gegn málinu. Rósu til nokkurrar furðu.Rósa undrast viðtökur í bæjarstjórn„Við höfum verið með þessi mál, aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í bænum í skoðun, greiningu og vinnslu í um tvö ár, aflað gagna, látið gera úttektir og svo framvegis. Nú var orðið tímabært að láta verkin tala og taka til raunverulegrar vinnslu í fjárhagsáætlunargerðinni, tel ég tillöguna okkar mjög hófsama og góða,“ segir Rósa í samtali við Vísi. „Ég átti frekar von á því að aðrir flokkar í bæjarstjórn myndu styðja það að hún yrði unnin áfram í fjárhagsáætlun, en svo reyndist ekki raunin þegar til kom. En, við höldum bara áfram, að vinna með tillöguna, ef þarf að breyta henni eitthvað þá hlýtur það að vera hægt, en fyrir fundinn kom enginn með hugmynd að því að gera á henni breytingar.“ Guðlaug Kristjánsdóttur forseta bæjarstjórnar bar því við á fundinum að kostnaðaráætlun væri vanreifuð? Er það ekki fremur klén ástæða, í þínum huga? „Jú, óskiljanleg rök. Við lögðum það einmitt til að 300-400 milljónir yrðu settar í málið á ár í 4 ár. Við erum búin að liggja yfir tölum og upplýsingum um hvað þessi mannvirki kosta í um tvö ár, fulltrúar í bæjarráði og víðar; sumsé allir kjörnir fulltrúar. Fá mál sem við höfum legið eins mikið yfir undanfarin misseri. En, ég lít alls ekki á þessu máli sé lokið, munum vinna áfram með tillöguna.“Samstarfsflokkurinn setur niður fótinnÞegar það er borið undir Rósu hvort verið geti að aðrar ástæður fyrir þessum klofningi meirihlutans í málinu, svo sem þær að Björt framtíð á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum á landsvísu og vilji með þessu óvænta útspili greina sig frá Sjálfstæðisflokknum, þá segist Rósa ekki telja að svo sé. „Það tel ég ekki, en þarna kemur fram mismunandi afstaða til þessara mála - við teljum þetta brýnt og jákvætt að byggja upp fyrir þau hátt í 2000 ungmenni sem stunda fótbolta í Hafnarfirði, sem er mikið fagnaðarefni hve margir iðka, bæði stelpur og strákar. Það er gríðarlega fjölgun i greininni.“Hestamenn töldu fram hjá sér gengiðTillagan naut mikils stuðnings bæði FH og Hauka. Viðar Halldórsson, formaður FH og Samúel Guðmundsson, formaður Hauka, skoruðu sameiginlega á bæjarfulltrúa í Hafnarfirði að styðja framkomna tillögu og vonuðust til þess í yfirlýsingu að hún komist til framkvæmda sem allra fyrst. Hins vegar var urgur í öðrum félögum, og til að mynda töldu hestamenn í Sörla Hafnarfirði þarna freklega fram hjá sér gengið? „Þessi hófsama tillaga fjallaði um uppbyggingu til fótboltans og kemur alls ekki í veg fyrir aðra uppbyggingu hvorki í íþróttum eða annars staðar, eitt útilokar ekki annað þarna er gríðarlegur fjöldi iðkenda og orðið brýnt að bæta aðstöðuna til æfinga og keppni. Eitt útilokar ekki annað.“Skammtímavinsældir á hæpnum forsendumÍ bókun minnihlutans, sem Gunnar Axel Axelsson lagði fram, segir meðal annars: „Fulltrúar minnihlutans taka ekki þátt í þeirri óábyrgu tillögugerð sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að leggja hér fram í þeim augljóslega tilgangi að slá ryki í augu bæjarbúa og afla sér skammtímavinsælda á mjög svo hæpnum forsendum.“Miðað við það sem þú segir þá hlýtur þessi harða andstaða að hafa komið þér verulega á óvart? „Já, því allir fulltrúar bæjarstjórnar hafa tekið þátt í þeim umræðum, vinnu og greiningum á málinu. Svo þegar við viljum leggja fram raunhæfa tillögu og viljum láta verkin tala þá kemur raunverulegur vilji fulltrúa í ljós og þá er gripið til svona pólitíkur. Menn verða bara að eiga það við sig.“
Tengdar fréttir Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Gert ráð fyrir um 400 milljónum króna í verkefnið næstu fjögur árin. 19. júní 2017 14:45 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Gert ráð fyrir um 400 milljónum króna í verkefnið næstu fjögur árin. 19. júní 2017 14:45