Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 11:46 Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna nú sjúkraflugi en fagráð sjúkraflutninga vill koma á fót minni sjúkraþyrlum. Vísir/Vilhelm Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira