Forlagið sagt í stöðu til að beita hefndaraðgerðum Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2017 15:55 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins sem lengi hefur eldað grátt silfur við Forlagið, hvar Egill Örn Jóhannsson (tv) er framkvæmdastjóri. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins þess efnis að því beri ekki að afhenda Forlaginu upplýsingar um gögn sem liggja til grundvallar því að Forlagið sé metið markaðsráðandi á bókamarkaði. Í úrskurðinum segir meðal annars, þar sem vísað er til varna Samkeppniseftirlitsins gagnvart erindi Forlagsins: „Allar vísbendingar séu því um að yfirburðir áfrýjanda séu miklir gagnvart öllum þeim heimildarmönnum sem veittu Samkeppniseftirlitinu svör í málinu og eftir atvikum nánari sjónarmið. Samkeppniseftirlitið telur að áfrýjandi sé í stöðu til að beita hefndaraðgerðum ef hann komist að því hvaða heimildarmenn hafa sett fram svör eða sjónarmið sem honum séu ekki þóknanleg.“ Þetta eru stór orð en ekki er á framkvæmdastjóra Forlagsins, Agli Erni Jóhannssyni, að heyra að hann missi svefn vegna þeirra. „Ég tel enga ástæðu til að tjá mig um málið á þessu stigi. Við töldum okkur þurfa að átta okkur betur á forsendum eftirlitsins og var meinað um það,“ segir Egill Örn. „Meira er ekki um það að segja.“ Og þar við situr. En, um hvað snýst þetta tiltekna mál? Forlagið hefur lengi eldað grátt silfur við Samkeppniseftirlitið. Þessi kafli í þeirri sögu telst ekki stór og snýst um skilgreiningar á stöðu Forlagsins á bókamarkaði sem nú á undir högg að sækja. Samkvæmt Hagstofu Íslands var velta íslensks bókamarkaðar árið 2016 rúmir 3,2 milljarðar á ársgrundvelli. Forlagið er vissulega langstærsti bókaútgefandi landsins, með þriðjung af þeirri veltu. En, til að skilgreinast sem markaðsráðandi fyrirtæki þarf fyrirtæki að vera með 50 prósenta markaðshlutdeild eða meira. Forlagið hefur ekki viljað fallast á að teljist markaðsráðandi í ljósi þessa. Og vill meina að Samkeppniseftirlitið styðjist við ófullkomnar upplýsingar í mati sínu á stöðu fyrirtækisins; könnun meðal bókaútgefenda – sem eru margir, litlir og dreifðir á Íslandi. Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins þess efnis að því beri ekki að afhenda Forlaginu upplýsingar um gögn sem liggja til grundvallar því að Forlagið sé metið markaðsráðandi á bókamarkaði. Í úrskurðinum segir meðal annars, þar sem vísað er til varna Samkeppniseftirlitsins gagnvart erindi Forlagsins: „Allar vísbendingar séu því um að yfirburðir áfrýjanda séu miklir gagnvart öllum þeim heimildarmönnum sem veittu Samkeppniseftirlitinu svör í málinu og eftir atvikum nánari sjónarmið. Samkeppniseftirlitið telur að áfrýjandi sé í stöðu til að beita hefndaraðgerðum ef hann komist að því hvaða heimildarmenn hafa sett fram svör eða sjónarmið sem honum séu ekki þóknanleg.“ Þetta eru stór orð en ekki er á framkvæmdastjóra Forlagsins, Agli Erni Jóhannssyni, að heyra að hann missi svefn vegna þeirra. „Ég tel enga ástæðu til að tjá mig um málið á þessu stigi. Við töldum okkur þurfa að átta okkur betur á forsendum eftirlitsins og var meinað um það,“ segir Egill Örn. „Meira er ekki um það að segja.“ Og þar við situr. En, um hvað snýst þetta tiltekna mál? Forlagið hefur lengi eldað grátt silfur við Samkeppniseftirlitið. Þessi kafli í þeirri sögu telst ekki stór og snýst um skilgreiningar á stöðu Forlagsins á bókamarkaði sem nú á undir högg að sækja. Samkvæmt Hagstofu Íslands var velta íslensks bókamarkaðar árið 2016 rúmir 3,2 milljarðar á ársgrundvelli. Forlagið er vissulega langstærsti bókaútgefandi landsins, með þriðjung af þeirri veltu. En, til að skilgreinast sem markaðsráðandi fyrirtæki þarf fyrirtæki að vera með 50 prósenta markaðshlutdeild eða meira. Forlagið hefur ekki viljað fallast á að teljist markaðsráðandi í ljósi þessa. Og vill meina að Samkeppniseftirlitið styðjist við ófullkomnar upplýsingar í mati sínu á stöðu fyrirtækisins; könnun meðal bókaútgefenda – sem eru margir, litlir og dreifðir á Íslandi.
Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira