Umferðaröngþveiti við Reynisfjöru Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2017 15:44 Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi og þar myndast mikil örtröð einkum milli klukkan tvö og fimm á hverjum degi. visir/vilhelm Ragnar Indriðason, sem starfar við ferðaþjónustu á Vík, birti myndbandsbrot á Facebook sem hann tók upp nú áðan og sýnir mikla röð sem myndast hefur við þjóðveginn. Fólk er að koma til að skoða sig um í Reynisfjöru sem þarna er. „Það er sprenging þetta sumarið,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Það vantar ekki örtröðina. „Það hefur verið mikið en nú er þetta að springa upp í andlitið á okkur. Ég taldi mest 127 bíla og 11 rútur við Fjöruna. Á sama tíma.“Ragnar segir þetta með hinum mestu ólíkindum og fólkið í sveitinni viti varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það er á milli klukkan tvö og fimm sem holskeflan gengur yfir. „Íslendingarnar eru ekkert farnir að hreyfa sig að ráði og svo bætast þeir við. Ótrúlegt. Fólk sem kemur hingað í heimsókn spyr hvað er eiginlega í gangi hérna?“ Stakkaskiptin sem orðið hafa á samfélagsgerðinni í Vík eru mikil. Halla Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Svörtu fjörunnar, sem er veitingastaður við Reynisfjöru, og hún segir að það sé fínt að gera hjá. „Það er alltaf mikill mannfjöldi hér. Nú í lok júní. Áttum við ekki von á þessu? Ég held það,“ segir Halla og lýsir miklum breytingum sem orðið hafa á Vík í Mýrdal, hvar hún ólst upp; fædd og uppalin í Mýrdalnum. „Vík er ekki lengur litla þorpið okkar. Það er liðin tíð. Nú veit maður ekki einu sinni hverjir búa í Víkinni, eru starfandi hjá fyrirtækjum hér, tímabundnir verkamenn eða ferðafólk. Maður skýst ekki út í búð og reddar í matinn á fimm mínútum. Það er löngu liðin tíð. Nú er ekki auðn og tóm í búðinni af því að ekki eru viðskipti heldur af því að þau eru svo mikil og allt rifið út,“ segir Halla. Bæði hafa þau orð á því að mikil þörf sé orðin á því að gerð sé bragarbót á aðstæðum við Reynisfjöru, þá í því sem snýr að bílastæðum. Ef einn leggur út í vegarkant þá leggur annar þar líka og þá er röðin fljót að myndast. Með tilheyrandi slysahættu. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Ragnar Indriðason, sem starfar við ferðaþjónustu á Vík, birti myndbandsbrot á Facebook sem hann tók upp nú áðan og sýnir mikla röð sem myndast hefur við þjóðveginn. Fólk er að koma til að skoða sig um í Reynisfjöru sem þarna er. „Það er sprenging þetta sumarið,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Það vantar ekki örtröðina. „Það hefur verið mikið en nú er þetta að springa upp í andlitið á okkur. Ég taldi mest 127 bíla og 11 rútur við Fjöruna. Á sama tíma.“Ragnar segir þetta með hinum mestu ólíkindum og fólkið í sveitinni viti varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það er á milli klukkan tvö og fimm sem holskeflan gengur yfir. „Íslendingarnar eru ekkert farnir að hreyfa sig að ráði og svo bætast þeir við. Ótrúlegt. Fólk sem kemur hingað í heimsókn spyr hvað er eiginlega í gangi hérna?“ Stakkaskiptin sem orðið hafa á samfélagsgerðinni í Vík eru mikil. Halla Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Svörtu fjörunnar, sem er veitingastaður við Reynisfjöru, og hún segir að það sé fínt að gera hjá. „Það er alltaf mikill mannfjöldi hér. Nú í lok júní. Áttum við ekki von á þessu? Ég held það,“ segir Halla og lýsir miklum breytingum sem orðið hafa á Vík í Mýrdal, hvar hún ólst upp; fædd og uppalin í Mýrdalnum. „Vík er ekki lengur litla þorpið okkar. Það er liðin tíð. Nú veit maður ekki einu sinni hverjir búa í Víkinni, eru starfandi hjá fyrirtækjum hér, tímabundnir verkamenn eða ferðafólk. Maður skýst ekki út í búð og reddar í matinn á fimm mínútum. Það er löngu liðin tíð. Nú er ekki auðn og tóm í búðinni af því að ekki eru viðskipti heldur af því að þau eru svo mikil og allt rifið út,“ segir Halla. Bæði hafa þau orð á því að mikil þörf sé orðin á því að gerð sé bragarbót á aðstæðum við Reynisfjöru, þá í því sem snýr að bílastæðum. Ef einn leggur út í vegarkant þá leggur annar þar líka og þá er röðin fljót að myndast. Með tilheyrandi slysahættu.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira