Umferðaröngþveiti við Reynisfjöru Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2017 15:44 Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi og þar myndast mikil örtröð einkum milli klukkan tvö og fimm á hverjum degi. visir/vilhelm Ragnar Indriðason, sem starfar við ferðaþjónustu á Vík, birti myndbandsbrot á Facebook sem hann tók upp nú áðan og sýnir mikla röð sem myndast hefur við þjóðveginn. Fólk er að koma til að skoða sig um í Reynisfjöru sem þarna er. „Það er sprenging þetta sumarið,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Það vantar ekki örtröðina. „Það hefur verið mikið en nú er þetta að springa upp í andlitið á okkur. Ég taldi mest 127 bíla og 11 rútur við Fjöruna. Á sama tíma.“Ragnar segir þetta með hinum mestu ólíkindum og fólkið í sveitinni viti varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það er á milli klukkan tvö og fimm sem holskeflan gengur yfir. „Íslendingarnar eru ekkert farnir að hreyfa sig að ráði og svo bætast þeir við. Ótrúlegt. Fólk sem kemur hingað í heimsókn spyr hvað er eiginlega í gangi hérna?“ Stakkaskiptin sem orðið hafa á samfélagsgerðinni í Vík eru mikil. Halla Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Svörtu fjörunnar, sem er veitingastaður við Reynisfjöru, og hún segir að það sé fínt að gera hjá. „Það er alltaf mikill mannfjöldi hér. Nú í lok júní. Áttum við ekki von á þessu? Ég held það,“ segir Halla og lýsir miklum breytingum sem orðið hafa á Vík í Mýrdal, hvar hún ólst upp; fædd og uppalin í Mýrdalnum. „Vík er ekki lengur litla þorpið okkar. Það er liðin tíð. Nú veit maður ekki einu sinni hverjir búa í Víkinni, eru starfandi hjá fyrirtækjum hér, tímabundnir verkamenn eða ferðafólk. Maður skýst ekki út í búð og reddar í matinn á fimm mínútum. Það er löngu liðin tíð. Nú er ekki auðn og tóm í búðinni af því að ekki eru viðskipti heldur af því að þau eru svo mikil og allt rifið út,“ segir Halla. Bæði hafa þau orð á því að mikil þörf sé orðin á því að gerð sé bragarbót á aðstæðum við Reynisfjöru, þá í því sem snýr að bílastæðum. Ef einn leggur út í vegarkant þá leggur annar þar líka og þá er röðin fljót að myndast. Með tilheyrandi slysahættu. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ragnar Indriðason, sem starfar við ferðaþjónustu á Vík, birti myndbandsbrot á Facebook sem hann tók upp nú áðan og sýnir mikla röð sem myndast hefur við þjóðveginn. Fólk er að koma til að skoða sig um í Reynisfjöru sem þarna er. „Það er sprenging þetta sumarið,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Það vantar ekki örtröðina. „Það hefur verið mikið en nú er þetta að springa upp í andlitið á okkur. Ég taldi mest 127 bíla og 11 rútur við Fjöruna. Á sama tíma.“Ragnar segir þetta með hinum mestu ólíkindum og fólkið í sveitinni viti varla hvaðan á sig stendur veðrið. Það er á milli klukkan tvö og fimm sem holskeflan gengur yfir. „Íslendingarnar eru ekkert farnir að hreyfa sig að ráði og svo bætast þeir við. Ótrúlegt. Fólk sem kemur hingað í heimsókn spyr hvað er eiginlega í gangi hérna?“ Stakkaskiptin sem orðið hafa á samfélagsgerðinni í Vík eru mikil. Halla Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Svörtu fjörunnar, sem er veitingastaður við Reynisfjöru, og hún segir að það sé fínt að gera hjá. „Það er alltaf mikill mannfjöldi hér. Nú í lok júní. Áttum við ekki von á þessu? Ég held það,“ segir Halla og lýsir miklum breytingum sem orðið hafa á Vík í Mýrdal, hvar hún ólst upp; fædd og uppalin í Mýrdalnum. „Vík er ekki lengur litla þorpið okkar. Það er liðin tíð. Nú veit maður ekki einu sinni hverjir búa í Víkinni, eru starfandi hjá fyrirtækjum hér, tímabundnir verkamenn eða ferðafólk. Maður skýst ekki út í búð og reddar í matinn á fimm mínútum. Það er löngu liðin tíð. Nú er ekki auðn og tóm í búðinni af því að ekki eru viðskipti heldur af því að þau eru svo mikil og allt rifið út,“ segir Halla. Bæði hafa þau orð á því að mikil þörf sé orðin á því að gerð sé bragarbót á aðstæðum við Reynisfjöru, þá í því sem snýr að bílastæðum. Ef einn leggur út í vegarkant þá leggur annar þar líka og þá er röðin fljót að myndast. Með tilheyrandi slysahættu.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira