Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. júní 2017 18:30 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun. Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikið tímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. Fyrir tæpum tveimur vikum barst forsvarsmönnum Hjallastefnunnar tilkynning frá foreldri barns við Barnaskólann í Reykjavík um að starfsmaður hefði beitt barn þess ofbeldi. Þá kom í ljós að tilvikin væru mögulega fleiri og að skólastjórinn væri einnig grunaður um ofbeldi. Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar, segir að málið hafi strax frá upphafi verið litið mjög alvarlegum augum. „Strax sama kvöld voru viðkomandi starfsmenn settir í ótímabundið leyfi því að við tökum þessu miklu miklu miklu meira en alvarlega. Barn nýtur alls vafa,“ segir Margrét Pála. Barnavernd Reykjavíkur barst tilkynning frá foreldrum og kannar nú málið. Þá fékk skólinn óháðan aðila, sálfræðing, til að skoða málið innan skólans. Ofbeldið á að hafa átt sér stað í einhvern tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að að minnsta kosti fjórir drengir hafi verið beittir ofbeldi. „Þetta snýst um án efa meira en eitt. Eitt foreldri sem hefur látið barnaverndarnefnd vita og óskað eftir könnun,“ segir Margrét Pála.En eru þá fleiri en eitt barn? „Án efa. En barnaverndarnefnd gefur mér ekki beinar upplýsingar en ég tel að það sé þannig,“ segir Margrét Pála. Samkvæmt heimildum fréttastofu er skólastjórinn grunaður um að hafa beitt eitt barnið ofbeldi en hlutur hins starfsmannsins er heldur stærri en hann á að hafa beitt nokkra drengi ofbeldi í einhvern tíma. „Hinn aðilinn er stuðningsfulltrúi sem starfaði í hópi 9 ára drengja hér í skólanum og þeir eru allir útskrifaðir. Ég fékk ekki upplýsingar um þetta mál fyrr en eftir skólaslit,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi séu starfsmennirnir ásakaðir um að hafa orðið á í viðbrögðum sínum í erfðum aðstæðum.Er þetta andlegt, líkamlegt eða kynferðisofbeldi? „Þetta er alls ekki kynferðisofbeldi og það er engin grunur um slíkt. Hins vegar veit ég það sem ég hef vitað af að það hafi verið tekið harkalega í öxl, barni verið haldið fast þannig að því hafi liðið illa við einhverjar aðstæður, en meira veit síðan ég ekki. Og síst af öllu get ég dæmt í sök. Það eina sem ég veit er að við stöndum alltaf með börnum,“ segir Margrét Pála. Margrét Pála segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn skólans. Þá sé foreldrum barnanna eðlilega mjög brugðið. Allir foreldrar barna í skólanum fái tilkynningu um málið í dag. „Ég funda með öllum foreldrum sem við mig vilja tala sem og settur skólastjóri. Við erum til reiðu fyrir alla sem vilja en mestu skiptir að málið sé kannað hratt og vel og við fáum að vita hvernig í öllu liggur og þá verður gripið til eðlilegra ráðstafana í kjölfarið á því,“ segir Margrét Pála. Nánar verður fjallað um málið í Fréttablaðinu á morgun.
Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent