Íslenski boltinn

Keflavík í annað sætið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keflvíkingar fagna fyrr í kvöld.
Keflvíkingar fagna fyrr í kvöld. vísir/anton
Keflvíkingar komust upp í annað sætið í Inkasso-deildinni í kvöld er liðið marði 0-1 sigur á botnliði Gróttu.

Keflavík er með 18 stig eftir 9 leiki en Fylkir er á toppnum með 19 stig eftir 8 leiki.

Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir skiptu með sér stigunum þar sem ÍR jafnaði seint í leiknum.

Leiknir er í sjötta sæti en ÍR því tíunda.

Úrslit:

ÍR - Leiknir R.  1-1

0-1 Kolbeinn Kárason (34.), 1-1 Hilmar Þór Kárason (84.).

Grótta - Keflavík  0-1

0-1 Adam Árni Róbertsson (60.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×