Fótbolti

Emil: Við áttum þá í baráttunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Emil var traustur á miðjunni.
Emil var traustur á miðjunni. Vísir/Eyþór
„Þetta var bara flottur 1-0 sigur og við eigum að geta gengið hrikalega stoltir frá honum,“ segir Emil Hallfreðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir magnaðan sigur á Króötum, 1-0, í undankeppni HM í Rússlandi sem fram fer á næsta ári. Með sigrinum er liðið með 13 stig í riðlinum, jafnmörg stig og Króatía.

„Mér fannst þeir þannig séð ekki skapa sér mikið og við vorum ívið betri í kvöld. Við áttum þá í baráttunni.“

Emil segir að íslenska liðið hafi gefið allt í þennan leik.

„Ég var alveg eins byrjaður að búa mig undir jafntefli en leikurinn er aldrei búinn og maður þarf alltaf að halda áfram.“

Næsti leikur landsliðsins er við Finna ytra í september.

„Það verður mjög erfiður leikur og við verðum að mæta mjög tilbúnir í þann leik. Við spiluðum við þá hérna um daginn og það var hörkuleikur. Við þurfum að taka þrjú stig þar og það er gríðarlega mikilvægt upp á framhaldið.“

Emil segist hafa fundið sig mjög vel á miðjunni í dag.

„Þetta var mjög skemmtilegt og ég held bara að ég hafi átt mjög góðan leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×