Fótbolti

Myndir frá ógleymanlegu kvöldi í Laugardalnum

Jón Hjörtur Emilsson skrifar
Strákarnir okkar tóku misvel undir í þjóðsöngnum en voru allir afar einbeittir.
Strákarnir okkar tóku misvel undir í þjóðsöngnum en voru allir afar einbeittir. Vísir/Ernir
Fyrr í kvöld áttust við Ísland og Króatía í Laugardalnum en leikurinn var í undankeppni HM 2018. Ísland vann leikinn 1-0 með marki frá Herði Björgvini Magnússyni.



Mikil spenna var fyrir leikinn þar sem Úkraína vann Finnland fyrr í dag og hirti annað sætið af Íslandi. Því var ljóst að Ísland þyrfti nauðsynlega á sigri að halda til að komast aftur upp fyrir ofan Úkraínu, með sigri gat Ísland einnig jafnað Króatíu að stigum á toppi riðilsins.

Jafnræði var með liðunum og fá skot litu dagsins ljós, það var ekki fyrr en á 90 mínútu sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði með öxlinni framhjá markverði Króata og kom Íslendingum í 1-0. Íslendingar héldu það út og brutustu út mikil fagnaðarlæti í Laugardalnum og eflaust víða eftir að dómari leiksins flautaði leikinn af.

Nú er Ísland með jafnmörg stig og Króatía á toppi riðilsins þegar fjórir leikir eru eftir. Því var hér um gríðarlega mikilvægan sigur að ræða þar sem tap hefði sökkt okkur í fjórða sæti riðilsins. Kári Árnason var brattur eftir leik og talaði um leikinn sem einn sá besta sem Íslenskt landslið hefði unnið.

Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr leiknum.

Emil Hallfreðsson átti góðan leik í dag og sá til þess að Modric gerði ekki mikinn usla.Vísir/Ernir
Alfreð Finnbogason kominn framhjá Dejan Lovren leikmanni Liverpool.Vísir/Ernir
Rúrik Gíslason átti frábæra innkomu af bekknum í síðari hálfleik þegar okkar menn þurftu ferska fætur.Vísir/Ernir
Emil Hallfreðsson í baráttunni við Mateo Kovacic leikmann Real Madrid.Vísir/Ernir
Jóhann Berg einn og óvaldaður með skalla á mark Króata.Vísir/Ernir
Leikmenn Íslands hrúgast ofan á Hörð Björgvin eftir að Hörður skoraði axlarmark á 90 mínútu.Vísir/Ernir
Íslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum fengu heldur betur allt fyrir peninginn í dag.Vísir/Ernir
Leikmenn Íslands voru hvattir til dáða allan leikinn og langt eftir líka eins og sést hér.Vísir/Ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×