Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 11:45 Hanna Katrín og Ragnhildur eru á því að lögreglan eigi annað og betra skilið en hetjurnar við lyklaborðin sletti í góm og hæðist að lögreglunni. Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30