Hryðjuverkaógnin ekki tilefni fundar þjóðaröryggisráðs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2017 20:13 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á sæti í þjóðaröryggisráði. vísir/stefán Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“ Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að á meðal þess sem rætt var á fundi þjóðaröryggisráðs í dag hafi verið hryðjuverkaógnin. Hún hafi hins vegar hvorki verið tilefni fundarins né ástæðan fyrir fundarstaðnum; fundurinn hefði verið haldinn á sama stað og með sömu dagskrá þrátt fyrir að hryðjuverk hefðu ekki verið framin í Bretlandi fyrir skömmu síðan. Mikill viðbúnaður var vegna fundarins sem fram fór á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. Gættu bæði lögreglumenn og Landhelgisgæslan öryggis á svæðinu. Aðspurður hvers vegna þessi viðbúnaður hafi verið segir Guðlaugur: „Þegar þjóðaröryggisráðið fundar þá er æskilegt að það sé ekki hægt að hlera húsnæðið. Þjóðaröryggisráð er náttúrulega þjóðaröryggisráð og við erum kannski svolítið ný í þessu Íslendingar og höfum ekki haft þetta með þessum hætti áður. Þetta er þó þekkt í öllum löndum og eitt af því sem við vorum að ræða voru til dæmis netöryggismál. Þegar verið er að ræða slíkt þá er eðlilegt að það sé þannig að það fari ekki víðar.“„Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings“ Guðlaugur svarar því ekki hvort aukinn viðbúnaður í Colour Run á laugardaginn og á landsleiknum í gær hafi verið ræddur á fundinum og vísar í fréttatilkynningu sem send var eftir fundinn um efni hans. Athygli hefur vakið að vopnaðir sérsveitarmenn voru bæði að störfum í Colour Run og á landsleiknum. „Sérsveitin er alltaf vopnuð og þá hafa verkefni hennar aukist, ekki bara á undanförnum dögum eða vikum heldur á undanförnum misserum, og lögreglan metur stöðuna hverju sinni. Þannig að þetta er engin stefnubreyting. Þá er lögreglan alltaf vel á verði, ekki bara núna heldur líka áður og verður það auðvitað í framtíðinni,“ segir Guðlaugur.Hvað finnst þér sjálfum um að það séu vopnaðir sérsveitarmenn á viðburðum eins og Colour Run og landsleiknum þar sem eru börn? „Hlutverk stjórnvalda er að gæta öryggis almennings og við þekkjum öll þróunina í kringum okkur. Sem betur höfum við ekki séð neitt slíkt hér en samt sem áður eigum við alltaf að vera á verði og nýta okkur bestu upplýsingar sem eru til staðar hverju sinni og ég treysti lögreglunni fullkomlega til að gera það.“
Tengdar fréttir Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17 Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Fundur þjóðaröryggisráðs stóð í tæpa fjóra tíma Fundi þjóðaröryggisráðs lauk nú á sjötta tímanum en ráðið kom saman til fundar klukkan tvö í dag á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli, fyrrum umráðasvæði bandaríska varnarliðsins á Miðnesheiði. 12. júní 2017 18:17
Fyllsta öryggis gætt á fundi þjóðaröryggisráðs Hitafundur á Miðnesheiði enn yfirstandandi. 12. júní 2017 16:46