Lars Lagerbäck bíður enn eftir sínum fyrsta sigri sem þjálfari norska karlalandsliðsins í fótbolta.
Norðmenn mættu Svíum í vináttulandsleik á Ullevål vellinum í Osló í kvöld og fóru leikar 1-1.
Lars hefur nú stýrt Noregi í þremur landsleikjum; tveir hafa endað með jafntefli og einn tapast.
Mohamed Elyounoussi kom Norðmönnum yfir á 44. mínútu en Samuel Armenteros jafnaði metin níu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 1-1.
Næsti leikur Noregs er gegn Aserbaídsjan í undankeppni HM 1. september næstkomandi.
Lars bíður enn eftir fyrsta sigrinum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
