Segir getu slökkviliðs til að takast á við eldsvoða í háhýsum háða brunavörnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 18:30 Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar. Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir brunavarnir skipta öllu máli komi upp eldur í háhýsi líkt og gerðist í London í nótt. Hann segir slökkviliðið í stakk búið til þess að takast á við sambærilegan bruna, komi hann upp, séu eldvarnir í lagi. Byggingafyrirkomulag á Íslandi hefur breyst í áranna rás og með þéttingu byggðar hefur til að mynda háhýsum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað. Hallgrímskirkja er enn með hæstu byggingum landsins en háum fjölbýlishúsum og skrifstofubyggingum hefur fjölgað mikið. Hæstu íbúðablokkirnar eru í Skuggahverfinu og í Salahverfi í Kópavogi. Hæstu skrifstofubyggingarnar eru á Höfðatorgi og turnarnir við Smáralind. Slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir brunavarnir skipta öllu máli þegar upp kemur eldur í byggingum sem þessum. „Okkar geta gagnvart svona brunum er rosalega háð því að allar eldvarnir séu í lagi í húsnæðinu og menn hafa fylgt þeim stöðlum sem lagt er upp með og að menn séu með reglubundið og gott eftirlit eftir brunavörnum,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Jón Viðar segir að hvergi megi slaka á í forvörnum og að fyrirmælum um brunavarnir sé fylgt til hins ýtrasta. „Eins og með brunaviðvörunarkerfi, vatnsúðakerfi og í rauninni öllu því og þarna er mikilvægasti hlekkurinn í því fyrir okkur til þess að tryggja öryggi þeirra sem búa á okkar svæði,“ segir Jón Viðar. Um tvö hundruð slökkviliðsmenn hafa að slökkvistarfi í London í nótt á yfir fjörutíu slökkvibifreiðum, fyrir utan aðra bráðaþjónustu. Jón Viðar segir aðstæður hér á landi frábrugðnar þeim sem voru í London í nótt. „Það segir sig sjálft. Bara að því að London er stærri en Reykjavík. Þess vegna er enn og aftur mikilvægt að forvarnir og allt það sé í góðu lagi. Núna er hugur manns hjá því fólki sem þarna eru. Hjá kollegum okkar að glíma við þetta. Þetta er alveg skelfilegur atburður. Maður getur í rauninni ekki sett sig í þessi spor því þarna erum við að horfa á eitthvað sem að mér skilst að hafi ekki átt sér stað í London og ég man ekki eftir svona atviki allavega hérna í Evrópu eða nær okkur. Maður hefur séð svona atvik í löndum sem eru fjær okkur,“ segir Jón Viðar.
Tengdar fréttir Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12 Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Sjá meira
Helgi hlúði að slösuðum í nótt Helgi Jóhannsson, svæfingarlæknir á St. Mary's-sjúkrahúsinu, var ræstur út í nótt til að hlúa að íbúum Grenfell Tower sem brann í nótt. 14. júní 2017 12:12
Bruninn í London: Maður greip ungabarn sem sleppt var frá tíundu hæð Ótrúlegar sögur berast nú frá Norður-Kensington í London þar sem mikill bruni kom upp í Grenfell Tower í nótt. 14. júní 2017 10:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum