Hjörtur setti of heiðarlegan Kale á grillið: „Ég er ekki að biðja hann um að ljúga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 10:30 Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA, var maður leiksins þegar Skagamenn héldu í fyrsta skipti hreinu á tímabilinu er liðið gerði markalaust jafntefli við KA í fyrradag. KA-menn skoruðu þó mark í leiknum sem var dæmt af vegna brots á Ingvari en um kolrangan dóm var að ræða hjá Þóroddi Hjaltalín, dómara leiksins. Ingvar Þór viðurkenndi mistök dómarans í viðtali eftir leik. „Nei, þetta var ekki brot. Ég var reyndar tveimur mínútum áður búinn að fá olnboga í mig og þá var ekkert dæmt en þetta var ekki brot,“ sagði Ingvar Þór. Hjörtur Hjartarson leysti af í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi og var vægast sagt ósáttur með þennan óþarfa heiðarleika markvarðarins. „Það má eflaust snúa út úr því sem ég ætla að segja núna en í alvörunni, Kale, segðu frekar bara ekkert,“ sagði Hjörtur. „Ég er ekki að biðja hann um að ljúga eða neitt en af hverju er hann að segja þetta? Mörgum finnst fínt að hann viðurkenni þetta og auðvitað er það fínt en hvað gerist næst þegar hann fer upp í bolta og það er farið utan í hann?“ „Maður veit aldrei hvað fer inn í hausinn á dómurunum. Ég er ekki að biðja hann um að ljúga og í Guðanna bænum ekki snúa út úr orðum mínum á Twitter. Ég er bara að segja: Vertu aðeins klókari. Segðu bara að dómarinn dæmdi ekki neitt og þannig er það,“ sagði Hjörtur Hjartarson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu ÍA hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KA fyrir norðan. 14. júní 2017 22:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Ingvar Þór Kale, markvörður ÍA, var maður leiksins þegar Skagamenn héldu í fyrsta skipti hreinu á tímabilinu er liðið gerði markalaust jafntefli við KA í fyrradag. KA-menn skoruðu þó mark í leiknum sem var dæmt af vegna brots á Ingvari en um kolrangan dóm var að ræða hjá Þóroddi Hjaltalín, dómara leiksins. Ingvar Þór viðurkenndi mistök dómarans í viðtali eftir leik. „Nei, þetta var ekki brot. Ég var reyndar tveimur mínútum áður búinn að fá olnboga í mig og þá var ekkert dæmt en þetta var ekki brot,“ sagði Ingvar Þór. Hjörtur Hjartarson leysti af í Pepsi-mörkunum í gærkvöldi og var vægast sagt ósáttur með þennan óþarfa heiðarleika markvarðarins. „Það má eflaust snúa út úr því sem ég ætla að segja núna en í alvörunni, Kale, segðu frekar bara ekkert,“ sagði Hjörtur. „Ég er ekki að biðja hann um að ljúga eða neitt en af hverju er hann að segja þetta? Mörgum finnst fínt að hann viðurkenni þetta og auðvitað er það fínt en hvað gerist næst þegar hann fer upp í bolta og það er farið utan í hann?“ „Maður veit aldrei hvað fer inn í hausinn á dómurunum. Ég er ekki að biðja hann um að ljúga og í Guðanna bænum ekki snúa út úr orðum mínum á Twitter. Ég er bara að segja: Vertu aðeins klókari. Segðu bara að dómarinn dæmdi ekki neitt og þannig er það,“ sagði Hjörtur Hjartarson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu ÍA hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KA fyrir norðan. 14. júní 2017 22:00 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - ÍA 0-0 | Loksins héldu Skagamenn hreinu ÍA hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KA fyrir norðan. 14. júní 2017 22:00