Lögregla við alvæpni í Múlakaffi Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 13:21 Guðmundur segir bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað. Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira
Guðmundur Sigurðsson frá Flateyri greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hann hafi brugðið sér í Múlakaffi nú í vikunni, að kvöldlagi, til að fá sér að snæða og brugðið í brún. Á undan honum í röðinni þar voru vopnaðir lögreglumenn. „Fannst bæði kjánalegt og óþægilegt að vera innanum vopnaða menn á matsölustað, mátti svo hafa þessa menn á næsta borði á meðan ég át mitt,“ segir Guðmundur, en hann vakti athygli í tíð Reynis Traustasonar á DV fyrir bloggskrif sín á vef DV, en þar kallaði hann sig Fjallkóng. Guðmundur kallar ekki allt ömmu sína en honum þótti þetta síður en svo við hæfi. Færsla Guðmundar hefur vakið nokkra athygli á Facebook en hún kemur inná mikið hitamál sem er ákvörðun Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra að vopnaðir sérsveitarmenn séu til staðar og sýnilegir á fjöldasamkomum. Boðað hefur verið til mótmæla vegna þeirrar ákvörðunar á morgun.Guðmundur telur að Jóhannes í Múlakaffi ætti að banna vopnaburð þar inni.„Það er hrein fásinna að þetta hafi nokkuð með öryggi gesta að gera. Enda má minnast þess að sjálfur ríkislögreglustjórinn hefur hótað að myrða mann,“ segir Guðmundur svo áfram sé vitnað í Facebookfærslu hans. Og bætir því við að vandséð hverjum sé hægt að treysta. „Ef einhver ætlar að reyna að bera þetta saman við löggur í útlöndum stenst það ekki, það var miklu meiri Rambóbragur á þessum vopnabúnaði en gerist hjá borgarlöggum,“ segir Guðmundur: „Það ætti að banna fjöldasamkomur á landinu ef ástandið er orðið svo skuggalegt að menn getir ekki borðað án byssu.“ Vígbúnaður á veitingahúsum á ekki að eiga sér stað.“ Guðmundur ítrekar þetta í samtali við Vísi. Það er hálf óþægilegt að detta inní Múlakaffi, líkt og alla hina dagana, og vera á eftir vopnuðum mönnum í röðinni. „Þetta skapar manni kannski ekki óöryggi. En, hver segir að maður eigi að treysta þessum mönnum? Yfirmaður þeirra hefur hótað því að drepa mann. Undirmenn hans á næsta borði. Ég veit það ekki,“ segir Guðmundur sem telur að Jóhannes vert á Múlakaffi eigi að banna vopnaburð þar inni. „Væri nokkuð óeðlilegt við það að vopnaburður sé bannaður inni á matsölustöðum? Ég get ekki séð það. Þetta hefur ekkert með öryggi okkar að gera. Ríkislögreglustjóri hefur sagt að það þurfi að vopnavæða lögregluna vegna útlendinga, ég get ekki séð, þó það vinni þarna útlendingar í eldhúsinu, að þetta séu háskalegar slóðir.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Sjá meira