Sara Óskarsson varaþingmaður segir Fokk the Glock Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:14 Sara er lengst til vinstri á myndinni en Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mannmörgum mótmælum á undanförnum árum. visir/ernir „Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
„Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira