Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2017 20:00 Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“ Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“
Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11