Vestmannaeyjar fá þriggja milljarða andlitslyftingu Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2017 20:00 Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“ Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vestmannaeyjabær gengur nú í gegnum mestu fasteignauppbyggingu frá því eftir gos. Gömul fiskvinnsluhús í hjarta hafnarinnar breytast í íbúðir, skrifstofur og þjónustubyggingar um leið og bærinn fær andlitslyftingu. Rætt var við Elliða Vignisson, bæjarstjóra Vestmannaeyja, í fréttum Stöðvar 2. Hluti húsanna verður rifinn, ný reist í staðinn og önnur endurbyggð. Bogadregna horn Ísfélagshússins verður áfram eitt af andlitum bæjarins, en allur Fiskiðjureiturinn er að fá nýtt hlutverk í fasteignaþróunarverkefni, sem bæjarstjórinn áætlar að kosti yfir þrjá milljarða króna. Hluti gömlu fiskvinnsluhúsanna hefur verið rifinn en önnur verða endurbyggð.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Einkaaðilar standa að stærsta hlutanum í samstarfi við bæjarfélagið. Hér verða þrjátíu til fjörutíu nýjar íbúðir, sambýli fyrir fatlaða, skrifstofur þekkingarseturs Vestmannaeyja og ferðaþjónusta. Jafnframt er til skoðunar að þriðja hæð Fiskiðjuhússins verði innréttuð undir bæjarskrifstofurnar, að sögn Elliða. „Þetta er kannski til marks um þessa breytingu sem orðið hefur á samfélaginu í Vestmannaeyjum; frá því að vera nánast hreinræktaður sjávarútvegsbær yfir í það að vera sterkur sjávarútvegsbær en með fleiri egg í körfunni,“ segir Elliði.Gamla Fiskiðjuhúsið setur mikinn svip á hafnarsvæðið. Það gæti orðið ráðhús bæjarins.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Samtímis standa atvinnufyrirtækin í miklum framkvæmdum, bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið. Bæjarstjórinn segir láta nærri að um 16 þúsund fermetrar séu í byggingu á þessu ári, til viðbótar við 14 þúsund fermetra í fyrra. Milli 60 og 70 íbúðir séu í smíðum upp á samtals sex þúsund fermetra. „Þannig að álagið á byggingageirann hér í Vestmannaeyjum er mikið en það er ekki í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna langan vinnudag.“ Bæjarstjórinn segir Eyjamenn bjartsýna um framtíðina. „Bæði er sjávarútvegurinn óvenju sterkur í Vestmannaeyjum um þessar mundir og sömuleiðis hefur ferðaþjónustan verið mjög kærkomin búbót.“
Tengdar fréttir Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Vilja koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjabær og fyrirtækið Merlin Entertainment kanna nú möguleikann á því að koma upp hvalaathvarfi í Vestmannaeyjum. 13. júní 2017 19:11