Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 12:39 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira