Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 19:15 Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla. Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla.
Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira