Rúmlega sextíu látnir í skógareldum í Portúgal: "Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 19:15 Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Á sjöunda tug eru látnir í miðhluta Portúgals af völdum mikilla skógarelda. Talið er að tala látinna komi til með að hækka og hefur þriggja daga þjóðarsorg verið lýst yfir í landinu. Íslensk kona sem búsett er í Portúgal segir landsmenn harmi slegna. Hún var stödd nálægt svæðinu nokkrum tímum áður en eldurinn kviknaði. Stjórnvöld í Portúgal hafa staðfest að að minnsta kosti 62 hafi farist í miklum skógareldum sem áttu upptök sín í hinu skógivaxna héraði Pedrogade Grande í miðhluta Portúgals í gærkvöldi. Fregnir af fjölda látinna hafa breyst hratt í allan dag en óttast er að tala látinna komi til með að hækka. Þá eru fjölmargir særðir og þeirra á meðal er fjöldi slökkviliðsmanna. Margir hinna látnu brunnu inni í bílum sínum er þeir reyndu að flýja burtu. Meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn að því er segir á vef BBC. Þar segir einnig að skógareldar hafi brotist út á alls sextíu stöðum víðs vegar um landið í nótt en ástandið sé verst inni í miðju landi. Hátt í tvö þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldana síðasta sólarhringinn. Forsætisráðherra landins, Antonio Costa, segir að þetta sé einn mesti harmleikur sem þjóðin hafi upplifað í áraraðir. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. Ekki er vitað um upptök eldanna en líklegt þykir að þeir hafi kviknað út frá eldingum. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er ekki vitað til að Íslendingar hafi orðið fyrir skaða af völdum eldanna. Ólöf Halla Bjarnadóttir, er búsett í borginni Aveiro í Norður-Portúgal sem er um 100 kílómetrum frá svæðinu þar sem eldarnir kviknuðu. „Það er frekar þungt yfir fólki. Ég var á veitingastað áðan og þar voru sjónvörpin á og allir að horfa. Það er gríðarleg sorg og áfall. Fólk er ennþá að melta þetta og ná þessu. Maður sér það bara á því hvernig fólk labbar að það er þyngra yfir því,“ segir Ólöf Halla. Ólöf Halla útskýrir að skógareldar séu vel þekktir í Portúgal. „ Hér hjá okkur voru í fyrra gríðarlegir skógareldar og við sáum ekki til sólar í tvær þrjár vikur en þetta er bara eitthvað stórkostlega mikið núna og eitthvað sem maður sér ekki fyrir endann á,“ segir Ólöf Halla. Aðeins nokkrum klukkustundum áður en eldarnir kviknaðu var Ólöf Halla á svæðinu. „Við forum fjölskyldan á leiðinni upp eftir þarna tveimur tímum áður og það var gríðarlega heitt og mikill vindur sem veldur því náttúrlega að eldarnir fara svona. Ég er ofboðslega fegin að við skyldum ekki vera þarna á einhverri hraðbraut og komast ekki leiðar okkar,“ segir Ólöf Halla.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira