Fótbolti

Heimir: Hópurinn þolir alveg að heyra um mikilvægi leiksins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Króatar unnu fyrri leikinn gegn Íslendingum með tveimur mörkum gegn engu.
Króatar unnu fyrri leikinn gegn Íslendingum með tveimur mörkum gegn engu. vísir/getty
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að leikurinn gegn Króatíu 11. júní sé úrslitaleikur um það hvort Ísland geti barist um efsta sætið í I-riðli undankeppni HM 2018.

Ísland er í 2. sæti riðilsins með 10 stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu sem er eina taplausa liðið í riðlinum.

Á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag, þar sem landsliðshópurinn var tilkynntur, ítrekaði Heimir hversu mikilvægurinn leikurinn við Króatíu væri og sagði að með tapi væri vonin um að ná 1. sætinu í riðlinum orðin ansi veik.

Landsliðsþjálfarinn kvaðst ekki smeykur um að hann væri að setja of mikla pressu á íslenska liðið.

„Ég held að þessi hópur þoli það alveg að heyra að mikilvægi leiksins sé mikið. Króatía er ekki fara að misstíga sig í þremur leikjum af fjórum. Það skiptir ekki máli hvort ég segi það ekki, þetta er afar mikilvægur leikur,“ sagði Heimir á blaðamannafundinum.

Með sigri í leiknum á Laugardalsvelli 11. júní jafnar Ísland Króatíu að stigum á toppi riðilsins. Sigurvegarinn í riðlinum kemst beint á HM en átta af þeim liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti riðlanna fara í umspil um fjögur laus sæti á HM.


Tengdar fréttir

Aston Villa hjálpaði Heimi með Birki

Heimir Hallgrímsson sagði frá því á blaðamannafundi í dag að landsliðsþjálfarinn hafi fengið góða hjálp frá enska félaginu Aston Villa við að það að gera Birki Bjarnason leikfæran fyrir leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM.

Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×