Dæmdur í annað sinn fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. júní 2017 17:00 Hæstiréttur dæmdi Ingvar Dór Birgisson fyrir nauðgun í dag. vísir/gva Hæstiréttur dæmdi í dag Ingvar Dór Birgisson, 32 ára gamlan karlmann, í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í mars 2014. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að brot Ingvars hafi verið alvarlegt og ófyrirleitið. Er þetta í annað sinn sem Ingvar Dór hlýtur dóm fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku en í október 2015 var hann dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir það brot. Þau brot voru framin árið 2010. Sjá einnig: Hótaði að dreifa nektarmyndum, greiddi fargjaldið í strætó og nauðgaði fjórtán ára stúlku Ingvar Dór var dæmdur síðastliðið haust í héraði í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins í mars 2014. Dómur Hæstaréttar nú er hegningarauki þar sem fyrri dómur héraðsdóms í nauðgunarmálinu frá 2010 var ómerktur í júní 2014. Það var því ekki búið að ómerkja dóminn þegar Ingvar Dór framdi brotið í mars 2014 og vísar Hæstiréttur í það. „Í 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir að verði maður, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri, uppvís að því að hafa framið önnur brot, áður en hann var dæmdur, skuli dæma honum hegningarauka er samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Þegar litið er til þess að dómurinn 5. september 2013 var ómerktur og ákærði sakfelldur með nýjum dómi 19. janúar 2015, sem eins og að framan greinir var staðfestur með dómi Hæstaréttar 1. október sama ár, verður við það að miða að brot ákærða nú hafi verið framið fyrir uppkvaðningu dóms í því máli. Ber því samkvæmt 78. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga, að dæma honum hegningarauka,“ segir í dómi Hæstaréttar. Að öðru leyti stendur dómur héraðsdóms óraskaður. Tengdar fréttir Hótaði að dreifa nektarmyndum, greiddi fargjaldið í strætó og nauðgaði fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson hefur í annað skiptið á nokkrum árum verið dæmdur fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. 14. október 2016 11:30 Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í dag Ingvar Dór Birgisson, 32 ára gamlan karlmann, í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku í mars 2014. Þá var hann dæmdur til að greiða stúlkunni 1,2 milljónir í miskabætur. Í dómi Hæstaréttar segir að brot Ingvars hafi verið alvarlegt og ófyrirleitið. Er þetta í annað sinn sem Ingvar Dór hlýtur dóm fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku en í október 2015 var hann dæmdur í þriggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir það brot. Þau brot voru framin árið 2010. Sjá einnig: Hótaði að dreifa nektarmyndum, greiddi fargjaldið í strætó og nauðgaði fjórtán ára stúlku Ingvar Dór var dæmdur síðastliðið haust í héraði í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna brotsins í mars 2014. Dómur Hæstaréttar nú er hegningarauki þar sem fyrri dómur héraðsdóms í nauðgunarmálinu frá 2010 var ómerktur í júní 2014. Það var því ekki búið að ómerkja dóminn þegar Ingvar Dór framdi brotið í mars 2014 og vísar Hæstiréttur í það. „Í 78. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 segir að verði maður, sem búið er að dæma fyrir eitt brot eða fleiri, uppvís að því að hafa framið önnur brot, áður en hann var dæmdur, skuli dæma honum hegningarauka er samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar sem kynni að hafa orðið ef dæmt hefði verið um öll brotin í fyrra málinu. Þegar litið er til þess að dómurinn 5. september 2013 var ómerktur og ákærði sakfelldur með nýjum dómi 19. janúar 2015, sem eins og að framan greinir var staðfestur með dómi Hæstaréttar 1. október sama ár, verður við það að miða að brot ákærða nú hafi verið framið fyrir uppkvaðningu dóms í því máli. Ber því samkvæmt 78. gr., sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga, að dæma honum hegningarauka,“ segir í dómi Hæstaréttar. Að öðru leyti stendur dómur héraðsdóms óraskaður.
Tengdar fréttir Hótaði að dreifa nektarmyndum, greiddi fargjaldið í strætó og nauðgaði fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson hefur í annað skiptið á nokkrum árum verið dæmdur fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. 14. október 2016 11:30 Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hótaði að dreifa nektarmyndum, greiddi fargjaldið í strætó og nauðgaði fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson hefur í annað skiptið á nokkrum árum verið dæmdur fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku. 14. október 2016 11:30
Grunaður um kynferðisbrot gegn annarri fjórtán ára stúlku Ingvar Dór Birgisson er gert að sök að hafa haft samfarir við stúlkuna meðal annars með hótunum um að birta nektarmyndir af stúlkunni. 5. október 2015 09:00