Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:38 Skortur er á matvælum og öðrum nauðsynjum í Jemen. vísir/getty Stephen O‘Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. Nú þegar hafa 500 manns dáið úr kóleru og búast Sameinuðu þjóðirnar við 150 þúsund tilfellum til viðbótar á næstu sex mánuðum, að því er fram kemur í frétt BBC. Styrjöld hefur geisað í landinu í tvö ár þar sem Hútar, sem njóta stuðnings Írans, berjast við stjórnarherinn. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi látist í átökunum og 44 þúsund særst. Skortur er á matvælum og helstu nauðsynjum í landinu. O‘Brien sagði að ástandið í Jemen væri ekki tilviljun eða afleiðing af einhverju sem enginn fengi ráðið við heldur væri mun frekar um að kenna stríðandi fylkingum í landinu og svo aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins. „Jemenska þjóðin líður skort, þjáist af sjúkdómum og deyr á meðan heimurinn horfir á. Hættuástand er ekki handan við hornið heldur er það hér nú þegar, á okkar vakt,“ sagði O‘Brien við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þörf er á rúmlega 2 milljörðum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í Jemen en í máli O‘Brien kom fram að þjóðir heims hefðu einungis lagt til 24 prósent af þeirri upphæð þrátt fyrir fögur fyrirheit um að leggja meira af mörkum. Sameinuðu þjóðirnar telja að 18,8 milljónir manna í Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Stephen O‘Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. Nú þegar hafa 500 manns dáið úr kóleru og búast Sameinuðu þjóðirnar við 150 þúsund tilfellum til viðbótar á næstu sex mánuðum, að því er fram kemur í frétt BBC. Styrjöld hefur geisað í landinu í tvö ár þar sem Hútar, sem njóta stuðnings Írans, berjast við stjórnarherinn. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi látist í átökunum og 44 þúsund særst. Skortur er á matvælum og helstu nauðsynjum í landinu. O‘Brien sagði að ástandið í Jemen væri ekki tilviljun eða afleiðing af einhverju sem enginn fengi ráðið við heldur væri mun frekar um að kenna stríðandi fylkingum í landinu og svo aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins. „Jemenska þjóðin líður skort, þjáist af sjúkdómum og deyr á meðan heimurinn horfir á. Hættuástand er ekki handan við hornið heldur er það hér nú þegar, á okkar vakt,“ sagði O‘Brien við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þörf er á rúmlega 2 milljörðum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í Jemen en í máli O‘Brien kom fram að þjóðir heims hefðu einungis lagt til 24 prósent af þeirri upphæð þrátt fyrir fögur fyrirheit um að leggja meira af mörkum. Sameinuðu þjóðirnar telja að 18,8 milljónir manna í Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda.
Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00