Tafarlausra aðgerða þörf í Jemen vegna hungursneyðar og kólerufaraldurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:38 Skortur er á matvælum og öðrum nauðsynjum í Jemen. vísir/getty Stephen O‘Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. Nú þegar hafa 500 manns dáið úr kóleru og búast Sameinuðu þjóðirnar við 150 þúsund tilfellum til viðbótar á næstu sex mánuðum, að því er fram kemur í frétt BBC. Styrjöld hefur geisað í landinu í tvö ár þar sem Hútar, sem njóta stuðnings Írans, berjast við stjórnarherinn. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi látist í átökunum og 44 þúsund særst. Skortur er á matvælum og helstu nauðsynjum í landinu. O‘Brien sagði að ástandið í Jemen væri ekki tilviljun eða afleiðing af einhverju sem enginn fengi ráðið við heldur væri mun frekar um að kenna stríðandi fylkingum í landinu og svo aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins. „Jemenska þjóðin líður skort, þjáist af sjúkdómum og deyr á meðan heimurinn horfir á. Hættuástand er ekki handan við hornið heldur er það hér nú þegar, á okkar vakt,“ sagði O‘Brien við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þörf er á rúmlega 2 milljörðum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í Jemen en í máli O‘Brien kom fram að þjóðir heims hefðu einungis lagt til 24 prósent af þeirri upphæð þrátt fyrir fögur fyrirheit um að leggja meira af mörkum. Sameinuðu þjóðirnar telja að 18,8 milljónir manna í Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Stephen O‘Brien, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að tafarlausra aðgerða sé þörf í Jemen en þar geisar nú kólerufaraldur og er hætta á að sjö milljónir manna láti lífið vegna hungursneyðar sem er yfirvofandi. Nú þegar hafa 500 manns dáið úr kóleru og búast Sameinuðu þjóðirnar við 150 þúsund tilfellum til viðbótar á næstu sex mánuðum, að því er fram kemur í frétt BBC. Styrjöld hefur geisað í landinu í tvö ár þar sem Hútar, sem njóta stuðnings Írans, berjast við stjórnarherinn. Talið er að allt að 10 þúsund manns hafi látist í átökunum og 44 þúsund særst. Skortur er á matvælum og helstu nauðsynjum í landinu. O‘Brien sagði að ástandið í Jemen væri ekki tilviljun eða afleiðing af einhverju sem enginn fengi ráðið við heldur væri mun frekar um að kenna stríðandi fylkingum í landinu og svo aðgerðarleysi alþjóðasamfélagsins. „Jemenska þjóðin líður skort, þjáist af sjúkdómum og deyr á meðan heimurinn horfir á. Hættuástand er ekki handan við hornið heldur er það hér nú þegar, á okkar vakt,“ sagði O‘Brien við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. Þörf er á rúmlega 2 milljörðum bandaríkjadala í neyðaraðstoð í Jemen en í máli O‘Brien kom fram að þjóðir heims hefðu einungis lagt til 24 prósent af þeirri upphæð þrátt fyrir fögur fyrirheit um að leggja meira af mörkum. Sameinuðu þjóðirnar telja að 18,8 milljónir manna í Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda.
Tengdar fréttir Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hungursneyð í Jemen Hungursneyð ríkir í Jemen af völdum langvarandi borgarastyrjaldar. Talið er að barn yngra en fimm ára svelti í hel á tíu mínútna fresti í landinu. Áætlað er að brýn þörf sé á ríflega 200 milljarða króna neyðaraðstoð til landsins. 30. maí 2017 07:00