Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:44 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu. United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu.
United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00
Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36
Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14
„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03