Fjármálaráðherra hefur auknar áhyggjur af vaxandi styrk krónunnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2017 18:35 Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00
Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30