Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2017 08:00 Már Guðmundsson seðlabankastjór en eftir að Seðlabankinn virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016 stöðvaðist alfarið innflæði vegna vaxtamunarviðskipta. Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira