Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Hörður Ægisson skrifar 24. maí 2017 08:00 Már Guðmundsson seðlabankastjór en eftir að Seðlabankinn virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016 stöðvaðist alfarið innflæði vegna vaxtamunarviðskipta. Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. Í nýjum tölum um fjármagnsinnflæði vegna skráðra nýfjárfestinga, sem birtust í Peningamálum í síðustu viku, kemur fram að innflæði í ríkisskuldabréf hafi numið 1,6 milljörðum í aprílmánuði. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að erlendir fjárfestingarsjóðir hafi fjárfest fyrir nokkra milljarða til viðbótar í ríkisskuldabréfum það sem af er þessum mánuði. Slík vaxtamunarviðskipti, þar sem aðdráttaraflið er einkum að hagnast á meira en 4 prósenta vaxtamun Íslands við útlönd, byrjuðu fyrst eftir að stjórnvöld kynntu áætlun sína um losun fjármagnshafta í júní 2015. Uppsafnað innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf nam samanlagt um 80 milljörðum næstu tólf mánuðina á eftir, eða þangað til fjárstreymistæki Seðlabankans leit dagsins ljós. Þá var kveðið á um að 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum þyrfti að binda í eitt ár á núll prósent vöxtum. Samtímis þessum nýju reglum stöðvuðust sem fyrr segir vaxtamunarviðskiptin en markmið þeirra var að tempra og hafa áhrif á samsetningu fjármagnsflæðis til landsins og stuðla að fjármálastöðugleika. Samkvæmt heimildum Markaðarins eru það sjóðir í stýringu Eaton Vance sem hafa staðið að baki fjárfestingum í ríkisskuldabréfum á síðustu vikum. Sjóðir félagsins hafa sem kunnugt er jafnframt fjárfest af miklum þunga í fjölmörgum skráðum félögum allt frá árinu 2015. Þótt erlendir fjárfestingarsjóðir séu að horfa til þess að geta ávaxtað fjármuni sína á háum vöxtum hér á landi þá eru það ekki síður væntingar um áframhaldandi gengisstyrkingu krónunnar sem ráða ákvörðun þeirra um að fjárfesta í íslenskum ríkisskuldabréfum. Þeir sjóðir sem keyptu skuldabréf í gegnum nýfjárfestingarleið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2015 fyrir samanlagt tugi milljarða hafa hagnast verulega á fjárfestingu sinni. Þannig gæti sá fjárfestingarsjóður, svo dæmi sé tekið, sem keypti fyrir um tíu milljarða í löngum ríkisskuldabréfum – RB31 – í ágúst 2015, jafnvirði um 68 milljóna evra á þáverandi gengi, selt þau bréf í dag og innleyst um 30 prósenta gengishagnað, eða sem nemur um 3 milljörðum. Þá væri hann að auki búinn að ávinna sér um einn milljarð króna í vaxtagreiðslur. Á sama tíma og það skrúfaðist fyrir innflæði erlendra aðila í ríkisskuldabréf um mitt síðasta ár þá hefur það aukist verulega í skráð hlutabréf í Kauphöllinni, ekki hvað síst á fyrstu mánuðum þessa árs. Þannig hafa erlendir sjóðir keypt í skráðum félögum fyrir um 19 milljarða á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við 11 milljarða á öllu árinu 2016.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira