Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2017 20:00 Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. Samhliða vaxtalækkuninni var hagvaxtarspá Seðlabankans hækkuð umtalsvert, eða um eitt prósentustig, og er nú reiknað með 6,3% hagvexti á árnu. „Auðvitað er 7,3% hagvöxtur eins og hann var í fyrra og 6,3% vöxtur eins og er spáð í ár eitthvað sem við getum ekki búist við til lengdar og langt fyrir ofan þau lönd sem hafa náð því þróunarstigi sem við höfum náð. Þetta er meira að segja mjög hátt í samanburði við nýmarkaðsríki. Við erum til dæmis með hærri hagvöxt en Kína. Þetta eru mjög sérstakar aðstæður," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Innflutningur á vinnuafli, vöxtur í ferðaþjónustu og styrking krónunnar gerir vaxtalækkun mögulega íþessum aðstæðum. „Ef þessir þættir væru ekki að koma til væru vextir væntanlega að þróast í aðra átt, en við höfum verið heppin," segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Inngrip ekki í höndum Seðlabankans Már segir að svona lítil vaxtalækkun ætti ekki að hafa áhrif á gengi krónunnar og er frekari styrking talin vera í kortunum. Veikingin gagnvart evru frá afnámi hafta er nú að fullu gengin til baka og ekki er gert ráð fyrir inngripum Seðlabankans til að draga úr þróuninni. Már segir það vera í höndum annarra. „Við erum ekki lengur að byggja upp gjaldeyrisforða. Hann er orðinn nægilega stór. Við erum ekki markmisst með inngripum að stuðla að stærri forða. Höfum ekki mátt til þess. Þá hækkar raungegnið eftir öðrum þáttum. Það eru raunþættir í hagkerfinu sem eru að búa þetta til og ef menn vilja draga úr þessari styrkingu verða menn að taka á þeim," segir Már. „Það eru fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu og það getur vel verið að það sé byrjað að hafa áhrif strax," segir Már. „Það er alveg ljóst að raungengi krónunnar heldur ekki áfram að hækka í það endalausa. Það gengur ekki og það mun eitthvað gerast sem snýr því við."Húsnæðisverð aldrei hærra Í apríl tók fasteignaverð annað stökk upp á við og varð tæplega 1% hærra en það varð hæst árið 2007. Hefur húsnæðisverð þar með aldrei verið hærra. Már telur vaxtalækkunina of litla til að hafa áhrif á húsnæðismarkaðinn en möguleg íhlutun Seðlabankans verður skoðuðí júní. Það væri þó helst til að draga úr kerfisáhættu en yrði ekki mikil bremsa á verðhækkanir. „Það sem þarf eru aðgerðir annars staðar. Fyrst og fremst að auka framboðá húsnæði og það er náttúrulega að koma. Síðan að skoða allt þetta kerfi sem er í kringum fasteignamarkaðinn; hvatana þar og stuðninginn. Er hann í réttu formi og fer hann á réttan stað? En það er ekki á okkar borði. Það er á borði stjórnvalda," segir Már Guðmundsson.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Sjá meira