Ný kvikmynd með Rihönnu í aðalhlutverki byggð á tísti Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2017 20:23 Kveikjan að þessu öllu: Rihanna og Lupita Nyong'o á tískusýningu fyrir þremur árum síðan. Vísir/Getty Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi. Cannes Netflix Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Rihanna og Lupita Nyong‘o munu fara með aðalhlutverkin í nýrri kvikmynd leikstjórans Ava DuVernay. Athygli vekur að kvikmyndin verður byggð á tísti óbreytts Twitter-notanda en tístið var skrifað um ljósmynd af stjörnunum tveimur frá árinu 2014. Netflix hefur tryggt sér sýningarréttinn á kvikmyndinni „Rihanna lítur út fyrir að svindla á ríkum, hvítum karlmönnum og Lupita er tölvunördinn og besta vinkonan sem hjálpar til við að skipuleggja svindlin,“ segir um ljósmyndina í tístinu sem sent var út í apríl síðastliðnum. Á myndinni sitja stjörnurnar tvær ábúðarfullar og fylgjast með tískusýningu.Rihanna looks like she scams rich white men and lupita is the computer smart best friend that helps plan the scans https://t.co/PhWs1xd3nj— WHOOPHERASSKOURTNI (@1800SADGAL) April 18, 2017 Rihanna og Nyong‘o létu báðar í ljós áhuga á verkefninu eftir að tístið vakti heimsathygli. Í kjölfarið vildu DeVernay, sem leikstýrði kvikmyndinni Selmu, og handritshöfundurinn Issa Rae ljá kvikmyndinni krafta sína. Hugmyndin var svo kynnt fyrir kvikmyndaverum og framleiðendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni, sem fer nú fram í Frakklandi, og varð bandaríska efnisveitan Netflix hlutskörpust í þeirri baráttu. Stefnt er að því að kvikmyndin komi út á næsta ári. Stórsöngkonan Rihanna hefur nokkuð látið til sín taka í kvikmyndageiranum en næst má sjá hana fara með hlutverk í kvikmyndinni Ocean‘s Eight. Þá mun Lupita Nyong‘o, sem hlaut óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í 12 Years a Slave, leika í næstu Star Wars mynd, Star Wars: The Last Jedi.
Cannes Netflix Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira