Eyddu sönnunargagni í nauðgunarmáli Snærós Sindradóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Afleysingalæknir á Ísafirði neitaði að upplýsa lögreglu um aðila í nauðgunarmáli þegar málið var tilkynnt sjúkrahúsinu. vísir/pjetur Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Sönnunargögn í nauðgunarmáli, sem lögreglan á Ísafirði hafði til rannsóknar 2015, bárust lögreglu aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða og var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Málið var fellt niður og aldrei gefin út ákæra. Þolandi í málinu, kona á þrítugsaldri, leitaði aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði aðfaranótt 14. september 2014. Hún bar við að tveir aðfluttir menn hefðu nauðgað sér. Á sjúkrahúsinu óskaði vakthafandi læknir eftir því við lögreglu að fá svokallaðan nauðgunarpakka afhentan svo hægt væri að safna sönnunargögnum, á borð við lífsýni, í málinu.„Þetta var afleysingalæknir sem kom hingað eina helgi. Hann biður um þennan pakka frá lögreglu en neitar að upplýsa okkur um hver er brotaþoli, af því hún var ekki viss um kæru. Við vissum að það var grunur um brot en þeir vildu ekki upplýsa okkur um hverjir væru aðilar,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, um ástæðu þess að mennirnir voru ekki handteknir strax og yfirheyrðir. Konan kærði málið 5. desember sama ár en hinir grunuðu voru erlendis. Við komuna til landsins í febrúar voru þeir kallaðir til yfirheyrslu. Skömmu áður óskaði lögreglan eftir að fá í sínar hendur sönnunargögnin frá sjúkrahúsinu. Mánuði síðar svaraði sjúkrahúsið því til að búið væri að afhenda gögnin. Lögregla skilaði því málinu til ríkissaksóknara með þeim orðum að sönnunargögnin hefðu glatast. Um mitt sumar sendi ríkissaksóknari málið aftur til rannsóknar og segir að gera verði betri tilraun til að endurheimta sönnunargögnin. Þegar lögreglan á Ísafirði ítrekaði beiðnina kom í ljós að gögnunum hafði verið fargað af sjúkrahúsinu þremur vikum áður, og þau því aldrei verið afhent í mars eins og greint hafði verið frá. Þolandinn hefur nú höfðað einkaréttarmál gegn mönnunum tveimur og fer fram á fullar bætur vegna tjóns sem hún varð fyrir. Sönnunarbyrði einkaréttarmála er vægari en í opinberum sakamálum. Að óbreyttu verður málið tekið fyrir í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira