Stuðningur við tillögu um spítalastjórn Sveinn Arnarsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson, fjármála-og efnahagsráðherra. vísir/ernir Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra líst vel á að skipa stjórn yfir Landspítalann og segir öll stærri fyrirtæki búa við það fyrirkomulag. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar, segir þingsályktunartillögu í bígerð sem feli heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess. „Mér líst vel á þessa tillögu og ég tel hana til bóta fyrir rekstur spítalans. Öll alvöru fyrirtæki eru með stjórn og ég teldi það æskilegt að svo stórt fyrirtæki eins og Landspítalinn er væri líka með stjórn,“ segir Benedikt. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að setja stjórn yfir LSH. „Ég tel þetta ósköp rökrétt framhald. Þarna fara rúmlega fimmtíu milljarðar á hverju ári. Það skiptir máli að fjármunum sem þessum sé vel varið og það er eilífðarverkefni stjórnvalda. Einnig tel ég stjórn góðan kost til að efla faglegan styrk sjúkrahússins.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir forstjóra og stjórnendur hæfa til þess að stýra spítalanum enda ráðnir á grundvelli þekkingar og menntunar á faglegum og rekstrarlegum forsendum. Hann segir það geta verið til hagsbóta að setja stjórn yfir spítalann. „Það gæti verið það, væri slík stjórn fagleg og hefði yfirgripsmikla þekkingu á stefnumótun og rekstri spítala. Hins vegar hefur tillaga fjárlaganefndar ekki verið útfærð. Venjulega er hlutverk stjórna að koma að stefnumótun og hafa eftirlit með rekstri og faglegum þáttum starfsemi, en ekki að stýra rekstri,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Benedikt Jóhannessyni fjármálaráðherra líst vel á að skipa stjórn yfir Landspítalann og segir öll stærri fyrirtæki búa við það fyrirkomulag. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar, segir þingsályktunartillögu í bígerð sem feli heilbrigðisráðherra að kanna kosti þess. „Mér líst vel á þessa tillögu og ég tel hana til bóta fyrir rekstur spítalans. Öll alvöru fyrirtæki eru með stjórn og ég teldi það æskilegt að svo stórt fyrirtæki eins og Landspítalinn er væri líka með stjórn,“ segir Benedikt. Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, er einnig þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að setja stjórn yfir LSH. „Ég tel þetta ósköp rökrétt framhald. Þarna fara rúmlega fimmtíu milljarðar á hverju ári. Það skiptir máli að fjármunum sem þessum sé vel varið og það er eilífðarverkefni stjórnvalda. Einnig tel ég stjórn góðan kost til að efla faglegan styrk sjúkrahússins.“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir forstjóra og stjórnendur hæfa til þess að stýra spítalanum enda ráðnir á grundvelli þekkingar og menntunar á faglegum og rekstrarlegum forsendum. Hann segir það geta verið til hagsbóta að setja stjórn yfir spítalann. „Það gæti verið það, væri slík stjórn fagleg og hefði yfirgripsmikla þekkingu á stefnumótun og rekstri spítala. Hins vegar hefur tillaga fjárlaganefndar ekki verið útfærð. Venjulega er hlutverk stjórna að koma að stefnumótun og hafa eftirlit með rekstri og faglegum þáttum starfsemi, en ekki að stýra rekstri,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira