Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 18:51 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð.
Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15