Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2017 18:51 Eyþór Arnalds. Vísir/Ernir Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um stofnun Framfarafélagsins fyrr í vikunni. Eyþór mun flytja erindi undir heitinu „Framtíðin bíður ekki eftir okkur“ þar sem hann mun velta fyrir sér hvernig tækniþróun og ný tækifæri muni umbylta daglegu lífi fólks og hvernig við megum búa okkur best undir þær grundvallarbreytingar sem fyrirsjáanlegar séu á næstu árum á helstu innviðum samfélagsins. Sigmundur Davíð kynnti dagskrá fyrsta fundarins á Facebook-síðu sinni síðdegis í dag. Þar kemur fram að Anna Kolbrún Árnadóttir verði fundarstjóri, en hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Sigmundur Davíð, sem titlaður er formaður Framfarafélagsins, mun halda fyrsta erindið – „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“. Segir þar að stjórnmál séu að taka grundvallarbreytingum. „Hvað veldur og hvers er að vænta? Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ eru spurningar sem Sigmundur Davíð hyggst velta fyrir sér. Sigmundur sagði fyrr í vikunni að Framfarafélagið væri vettvangur til að virkja fólk sem þekki til á ýmsum og fjölbreyttum sviðum. Sagði hann að Framsóknarflokkinn væri ekki lengur sá vettvangur fyrir sig. „Það er ekki lengur tækifæri fyrir mig að hafa Framsóknarflokkinn sem þennan vettvang, ekki að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð.
Tengdar fréttir Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Segir félagið ekki nýjan stjórnmálaflokk "Nei, ég er ekki að stofna nýjan flokk,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, aðspurður en hann boðaði í gær stofnun nýs félags, Framfarafélagsins. 25. maí 2017 07:00
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Sigmundur Davíð ræddi ekkert við Sigurð Inga um stofnun Framfarafélagsins Sigurður Ingi segir að hvorki hann né aðrir hafi staðið í vegi fyrir því að menn geti lagt hugmyndir sínar á borð innan Framsóknarflokksins. 24. maí 2017 22:15