Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:58 Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss.
Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45
The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05