Skipuleggjendur Night + Day: Fullkomlega eðlilegt að ekki séu öll leyfi komin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. maí 2017 09:58 Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Vísir/Vilhelm Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss. Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Skipuleggjendur Night + Day tónlistarhátíðarinnar segja að samningar liggi fyrir við landeiganda í Drangshlíðardal og að hátíðin muni fara fram við Skógafoss í sumar. Í gær var greint frá því að umsókn um afnot af tjaldstæði við Skógafoss vegna hátíðarinnar hefði verið hafnað. Umsóknin sneri að aðstöðu fyrir tónleika á landi í eigu Héraðsnefnda Vestur Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu, sem eiga landið við fossinn. „Þau mál sem eru til umfjöllunar hjá héraðsnefndum Rangeyinga og Vestur-Skaftafellsýslu snúa að útfærslu tjaldstæða og almennrar þjónustu við hátíðargesti á landsvæði héraðsnefndanna austan við Skógá,“ segir í tilkynningu. Þá segir að þeir aðilar sem koma að hátíðinni hafi mikla reynslu af skipulagningu viðburða af þessari stærðargráðu, meðal annars tónlistarhátíðinni Secret Solstice, og á þessum tímapunkti sé fullkomlega eðlilegt er að ekki séu öll leyfi komin, enda enn verið að vinna að lokaútfærslu svæðisins. Hún verður unnin í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu, svo sem sveitastjórnir og íbúa.Sjá einnig: Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi „Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa verið í nánum samskiptum við yfirvöld og þá aðila sem koma að leyfisveitingum. Næstu skref eru að halda áfram frekari samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu og uppfylla öll þau skilyrði sem hátíðinni eru sett. Áhersla er lögð á að vinna málið í góðri sátt við alla aðila á svæðinu.“ Allt skipulag hátíðarinnar miðast við að aðgengi ferðamanna að Skógafossi skerðist ekki á nokkurn hátt og er hátíðarsvæðið ekki sömu megin árinnar og aðgengi ferðamanna. Night + Day hátíðin er á vegum hljómsveitarinnar The xx sem hefur haldið samskonar hátíðir víða um heim með góðum árangri, til dæmis í Lissabon, Berlín og Tullum í Mexikó. Markmiðið með hátíðinni er að halda tónleika á stöðum þar sem ekki hafa verið haldnir tónleikar áður. Hluti af aðgangseyri hátíðarinnar verður settur í sjóð sem notaður verður til að bæta aðstöðu í kringum Skógafoss.
Tengdar fréttir Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45 The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00 The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tónlistarhátið The xx: Heimamenn vilja tryggja aðgengi að Skógafossi Umsókn hátíðarinnar um afnot af tjaldsvæði við Skógafoss vegna tónlistarhátíðina Night + Day sem halda á í júlí hefur verið hafnað. 10. maí 2017 23:45
The xx á Íslandi í júlí Svo virðist sem enska hljómsveitin The xx spili á Íslandi í júlí. Í gær hlóð hljómsveitin upp myndbandi á Facebook-síðu sína sem gaf það til kynna. 10. maí 2017 04:00
The xx heldur tónlistarhátíð við Skógafoss Breska indie-hljómsveitin The xx er aðalsprautan á bak við Night + Day, tónlistarhátíð sem verður haldin við Skógafoss helgina 14.-16. júlí. 10. maí 2017 14:05