Innlent

Flutti inn rafrettur og hlaut sekt

Snærós Sindradóttir skrifar
Rafrettur njóta mikilla vinsælda á Íslandi í dag.
Rafrettur njóta mikilla vinsælda á Íslandi í dag. vísir/getty
Hæstiréttur hefur dæmt mann til sektargreiðslu fyrir innflutning á 1.050 nikótínfilterum í rafsígarettur. Tollskýrsla mannsins um varninginn sagði að um væri að ræða hosur og grænmetiskvörn.

Maðurinn pantaði vörurnar með póstsendingu hingað til lands í gegnum innflutningsfyrirtæki í hans eigu. Tollstjóri fór fram á að maðurinn legði fram upplýsingar um kaupin en þar kom fram ofangreind skýring á því hvað pakkarnir hefðu að geyma. Maðurinn sagðist ekki hafa vitað að níkótínfilterarnir væru í sendingunni.

Maðurinn var dæmdur til 200 þúsund króna sektar og til að greiða allan sakarkostnað, samtals 981 þúsund krónur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×