Fótbolti

Sara Björk þýskur meistari þrátt fyrir tap

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk í leiknum gegn Freiburg.
Sara Björk í leiknum gegn Freiburg. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg urðu í dag þýskir meistarar þrátt fyrir 2-0 tap fyrir Freiburg á útivelli.

Það var Wolfsburg til happs að liðið í 2. sæti, Potsdam, steinlá fyrir Bayern München á heimavelli, 0-4, á sama tíma.

Þetta var aðeins annað tap Wolfsburg á tímabilinu en liðið hefur unnið 17 af 21 leik sínum. Einni umferð er ólokið í þýsku deildinni.

Sara Björk lék allan leikinn fyrir Wolfsburg sem hefur þrisvar sinnum orðið Þýskalandsmeistari.

Þetta er í fimmta sinn sem Sara Björk verður landsmeistari en hún varð fjórum sinnum sænskur meistari með Rosengård á sínum tíma.

Þetta er í annað sinn á síðustu þremur árum sem íslensk landsliðskona verður þýskur meistari. Dagný Brynjarsdóttir lék sama leik með Bayern München árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×