Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 14. maí 2017 21:00 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. Fjallað var málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Að velja réttu græjurnar er lykilþáttur í rekstri flugfélaga en hjá Icelandair er það Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, sem heldur utan um það að skoða hvaða flugvélar gætu hentað best. Vandi Icelandair hefur verið sá að finna langdræga vél í stað Boeing 757, sem verið hefur burðarklár félagsins í 27 ár, en Boeing hætti framleiðslu hennar árið 2004.Boeing 757 hefur verið aðalvél Icelandair í meira en aldarfjórðung. Félagið rekur nú 26 þotur af þessari tegund en fjórar Boeing 767. Vísir/Vilhelm„Það er engin flugvél, sem framleidd er í dag, sem getur gert það sem 757 gerir, miðað við þá stærð og þann farþegafjölda sem við þurfum,“ segir Jens. En nú gæti arftakinn verið fundinn. „Nú berast fréttir af því að Boeing muni framleiða vél sem mun gera það sem 757 gerir mjög vel og jafnvel betur. Það er vél sem verður væntanlega kölluð 797 og mun vera lítil breiðþota.“ Boeing 797 tæki 220 til 260 farþega en verður hins vegar vart komin á markað fyrr en árið 2025, eftir átta ár. Boeing 797 er enn á teikniborðinu og áætlað að hún komist í notkun árið 2025.Önnur vél sem Boeing hefur kynnt er enn lengri útgáfa af 737 max vélunum, max 10, sem tæki allt að 230 farþega og gæti komist í notkun árið 2020. En gæti max 10-vélin komið í stað 757? „Við vitum hvað hún verður stór, kannski ekki nákvæmlega hvaða burðargetu eða flugdrægi hún hefur, - eða hversu langt hún getur flogið. En þetta er mjög áhugavert útspil sem við munum fylgjast mjög náið með,“ segir Jens um max 10-vélina. Fjögur ár eru frá því Icelandair kynnti kaup á sextán Boeing 737 max 8 og max 9 þotum en þær draga hins vegar ekki til fjarlægustu áfangastaða félagsins í Ameríku. Boeing 737 max 9 í litum Icelandair.Grafík/Icelandair.„Fyrir Icelandair er það lykilatriði að geta notað max-vélarnar í Ameríkufluginu. Hvort max 10 verður sú vél, það kann að vera, en það er bara of snemmt að segja til um það.“ Undirbúningur að komu fyrstu Boeing 737-max átta vélanna eftir tíu mánuði er hins vegar kominn á fullt. „Við ætlum að þjálfa okkar flugmenn hér heima og það er byrjað að grafa fyrir nýjum flughermi í Hafnarfirði. Það verður mikil þjálfun næsta vetur á tæknimönnum, flugmönnum og öðrum, þannig að við verðum klárir að taka þá vél í notkun væntanlega í marsmánuði á næsta ári,“ segir Jens Bjarnason. Tengdar fréttir Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Icelandair kaupir nýjan flughermi TRU Flight Training Iceland, dótturfélag Icelandair, hefur skrifað undir samning um kaup á nýjum Boeing 737MAX flughermi af TRU Simulation + Training í Kanada. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair er fyrirtækið fyrst flugfélaga til að festa kaup á slíkum hermi. 16. febrúar 2017 12:25 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. Fjallað var málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Að velja réttu græjurnar er lykilþáttur í rekstri flugfélaga en hjá Icelandair er það Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs, sem heldur utan um það að skoða hvaða flugvélar gætu hentað best. Vandi Icelandair hefur verið sá að finna langdræga vél í stað Boeing 757, sem verið hefur burðarklár félagsins í 27 ár, en Boeing hætti framleiðslu hennar árið 2004.Boeing 757 hefur verið aðalvél Icelandair í meira en aldarfjórðung. Félagið rekur nú 26 þotur af þessari tegund en fjórar Boeing 767. Vísir/Vilhelm„Það er engin flugvél, sem framleidd er í dag, sem getur gert það sem 757 gerir, miðað við þá stærð og þann farþegafjölda sem við þurfum,“ segir Jens. En nú gæti arftakinn verið fundinn. „Nú berast fréttir af því að Boeing muni framleiða vél sem mun gera það sem 757 gerir mjög vel og jafnvel betur. Það er vél sem verður væntanlega kölluð 797 og mun vera lítil breiðþota.“ Boeing 797 tæki 220 til 260 farþega en verður hins vegar vart komin á markað fyrr en árið 2025, eftir átta ár. Boeing 797 er enn á teikniborðinu og áætlað að hún komist í notkun árið 2025.Önnur vél sem Boeing hefur kynnt er enn lengri útgáfa af 737 max vélunum, max 10, sem tæki allt að 230 farþega og gæti komist í notkun árið 2020. En gæti max 10-vélin komið í stað 757? „Við vitum hvað hún verður stór, kannski ekki nákvæmlega hvaða burðargetu eða flugdrægi hún hefur, - eða hversu langt hún getur flogið. En þetta er mjög áhugavert útspil sem við munum fylgjast mjög náið með,“ segir Jens um max 10-vélina. Fjögur ár eru frá því Icelandair kynnti kaup á sextán Boeing 737 max 8 og max 9 þotum en þær draga hins vegar ekki til fjarlægustu áfangastaða félagsins í Ameríku. Boeing 737 max 9 í litum Icelandair.Grafík/Icelandair.„Fyrir Icelandair er það lykilatriði að geta notað max-vélarnar í Ameríkufluginu. Hvort max 10 verður sú vél, það kann að vera, en það er bara of snemmt að segja til um það.“ Undirbúningur að komu fyrstu Boeing 737-max átta vélanna eftir tíu mánuði er hins vegar kominn á fullt. „Við ætlum að þjálfa okkar flugmenn hér heima og það er byrjað að grafa fyrir nýjum flughermi í Hafnarfirði. Það verður mikil þjálfun næsta vetur á tæknimönnum, flugmönnum og öðrum, þannig að við verðum klárir að taka þá vél í notkun væntanlega í marsmánuði á næsta ári,“ segir Jens Bjarnason.
Tengdar fréttir Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00 Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35 Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37 Icelandair kaupir nýjan flughermi TRU Flight Training Iceland, dótturfélag Icelandair, hefur skrifað undir samning um kaup á nýjum Boeing 737MAX flughermi af TRU Simulation + Training í Kanada. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair er fyrirtækið fyrst flugfélaga til að festa kaup á slíkum hermi. 16. febrúar 2017 12:25 Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Sjá meira
Icelandair fjölgar breiðþotum úr tveimur í fjórar Boeing 767 Icelandair hefur keypt tvær Boeing 767-þotur til viðbótar við þær tvær, sem koma í áætlun í sumar. 4. júní 2016 21:00
Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l. 13. febrúar 2013 09:35
Þotukaupin réðust að morgni eftir næturfund Airbus-verksmiðjurnar voru hársbreidd frá því að ná samningunum um endurnýjun flugflota Icelandair og voru inni í myndinni allt fram á miðvikudagsmorgun þegar næturlöngum samningafundum lauk með því að Icelandair-menn völdu Boeing. Það var í hádeginu í gær sem ráðamenn Icelandair kynntu þá ákvörðun sína að velja Boeing 737 MAX sem framtíðarvél félagsins, með því að panta tólf slíkar þotur og festa sér kauprétt að öðrum tólf til viðbótar. 7. desember 2012 18:37
Icelandair kaupir nýjan flughermi TRU Flight Training Iceland, dótturfélag Icelandair, hefur skrifað undir samning um kaup á nýjum Boeing 737MAX flughermi af TRU Simulation + Training í Kanada. Samkvæmt tilkynningu frá Icelandair er fyrirtækið fyrst flugfélaga til að festa kaup á slíkum hermi. 16. febrúar 2017 12:25
Framtíðarþota Icelandair í flugprófunum hjá Boeing Þotan sem sennilega mun flytja flesta Íslendinga til útlanda næstu áratugina flaug í fyrsta sinn á dögunum. 13. febrúar 2016 18:45