Viðskipti innlent

Icelandair gengur frá kaupum á sextán 737 MAX flugvélum frá Boeing

Icelandair og Boeing hafa gengið endanlega frá samningum um kaup þess á sextán 737 MAX 8 og 737 MAX 9 flugvélum ásamt kauprétti á átta 737 MAX flugvélum til viðbótar. Viljayfirlýsing um kaupin var gerð í desember s.l.

Í tilkynningu um málið til Kauphallarinnar segir að um breytingu á fjölda staðfestra pantana er að ræða frá viljayfirlýsingunni. Staðfestum pöntunum fjölgar um fjórar og verða sextán alls og kaupréttir verða átta í stað tólf áður.

Vélarnar verða afhentar á árunum 2018-2021. Heildarverðmæti flugvélanna sextán samkvæmt listaverði Boeing er um 1,6 milljarðar dollara eða um 204 milljarðar kr. en kaupverðið er trúnaðarmál.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að tilkynna að endanlegir samningar við Boeing hafa verið undirritaðir. Þessi kaup munu styrkja stoðir Icelandair Group enn frekar og auka sveigjanleika og möguleika félagsins til frekari vaxtar. Fyrstu vélarnar munu koma í okkar rekstur á fyrri hluta árs 2018 og verða notaðar með núverandi flota af Boeing 757-200 vélum félagsins." Segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
0,78
4
241.107
HAGA
0,58
1
252
REITIR
0,33
4
31.487
ARION
0,25
3
15.919
REGINN
0,12
1
242

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,77
9
131.656
SKEL
-1,15
1
11.580
SYN
-0,94
4
25.388
FESTI
-0,59
1
25
VIS
-0,39
2
196
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.