Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Gróa Ingileif segir að hún hafi að mestu verið heima síðustu vikur þar sem bíllinn er ókominn. Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00