Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Sveinn Arnarsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Gróa Ingileif segir að hún hafi að mestu verið heima síðustu vikur þar sem bíllinn er ókominn. Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Ármann Halldórsson, eiginmaður fatlaðrar konu, er afar ósáttur við seinagang Samgöngustofu við að skrá innflutta bíla til landsins. Hafa þau hjónin beðið síðan í byrjun apríl eftir sérhannaðri bifreið til að flytja fatlaða einstaklinga. Eiginkona Ármanns, Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, hefur misst heilsuna, er í hjólastól og þarfnast því sérhannaðrar bifreiðar til að fara á milli staða. Þau ákváðu að selja einkabílinn og bíða því óþreyjufull eftir bifreiðinni. „Það má segja að ég sé bara föst heima. Nema ég ofgeri syni mínum með að aðstoða mig inn í bíl og eyðileggi á honum bakið,“ segir Gróa. „Það verður bara að segjast að þetta er algjör aumingjastofnun og ekki talandi við nokkurn mann þar innandyra,“ segir Ármann ómyrkur í máli. „Það á að fá Frumherja eða viðlíka fyrirtæki til að skrá inn bifreiðar til að aðstoða þessa stofnun sem gerir sér þetta að leik til að krefjast meiri peninga úr ríkissjóði, þetta er til skammar.“ Fréttablaðið hefur síðustu daga greint frá því að mikinn tíma tekur að fá nýja bíla. Hér áður fyrr tók það Samgöngustofu allt að tvo virka daga að skrá nýja bifreið. Nú hefur þessi tími lengst gríðarlega. „Þetta er til háborinnar skammar. Og þar situr sem forstjóri Þórólfur Árnason, sem hefur verið rekinn oftar úr vinnunni en fé rekið af fjalli,“ segir Ármann. „Við rekum hér fjölskyldufyrirtæki og konan mín ætlaði að hjálpa mér við bókhaldið en hún getur það ekki sökum þessa.“ Þessi seinagangur Samgöngustofu kostar atvinnulífið einnig mikið fé. Rútufyrirtæki hafa sent bílstjóra út til að fylgja rútum til landsins og fá þannig flýtimeðferð. Þórólfur Árnason sagði við Fréttablaðið í gær að vinnunni yrði flýtt eins mikið og þeir gætu næstu daga. Nýtt skráningarkerfi hefði átt að vera löngu komið og þar liggi vandinn að hluta.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum