Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Sæunn Gísladóttir skrifar 12. maí 2017 07:00 Að sögn Jóns Trausta hafa flutningafyrirtæki tekið upp á því að stafla bílum upp í gámum vegna skorts á plássi. vísir/gva Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngustofu. „Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboðunum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíltegundum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutningur í apríl og maí vegna bílaleigubíla. Einnig voru óvenju margir frídagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend„Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaumboðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngustofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngustofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira
Mikill fjöldi bíla er nú við bílastæði og í gámum hjá stærstu flutningafyrirtækjum landsins. Allt að mánaðarbið er eftir bílum sem fara í forskráningu hjá Samgöngustofu. „Forskráningar hjá Samgöngustofu hafa gengið ótrúlega hægt og hafa valdið okkur hjá bílaumboðunum og þeim sem eru að flytja inn bíla gríðarlegum töfum. Það hefur valdið því að í sumum tilvikum er forskráning bíla sem jafnan hefur tekið tvo daga að taka allt að fjórum vikum. Þetta er þó misjafnt eftir bíltegundum,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins. „Það eru nokkrir þættir sem skýra þetta, í fyrsta lagi er mikill innflutningur í apríl og maí vegna bílaleigubíla. Einnig voru óvenju margir frídagar í apríl og maí sem hægðu á öllu. Samgöngustofa er á fjárlögum og hefur ekki náð að bæta við sig mannskap í takti við þessar auknu skráningar og umsýslu.“Jón Trausti Ólafsson.Mynd/Aðsend„Svo það sem gerist í ofanálag er að það myndast ákveðinn tappi hjá flutningafyrirtækjum, þau hafa ekki pláss fyrir bílana sem safnast upp út af þessu og þá er verið að stafla bílum upp í gámum. Þetta er mjög vond staða fyrir mjög marga. Þetta hefur gríðarleg áhrif á bílaumboðin og bílaleigur og viðskiptavinir eru ekki sáttir við þennan tíma sem þetta tekur,“ segir Jón Trausti. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé brugðist betur við hjá Samgöngustofu eða samgönguráðuneytinu. „Við höfum rætt við ráðherra og höfum bent á leiðir til að flýta fyrir þannig að skráningum verði komið meira í hendur umboðanna eins og er til dæmis með tollamálin. Undanfarna 18 mánuði hafa verið töluverð samskipti við Samgöngustofu en þeir skýla sér alltaf á bak við það að þeir hafi ekki fjárheimildir til að takast á við þessi auknu verkefni og þetta er að kosta þessi fyrirtæki fullt af peningum. Samfélagslegur kostnaður er mun hærri en sparnaðurinn fyrir ríkið. Við erum mjög ósátt með hvernig að þessum málum er staðið,“ segir Jón Trausti. Hann segir starfsmenn Samgöngustofu vera að gera sitt besta en ljóst sé að þörf sé á aukinni fjárveitingu í þennan málaflokk.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fimm prósenta aukning í september Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Sjá meira