Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Sæunn Gísladóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Mikil töf hefur verið á afhendingu innfluttra bíla. Vísir/GVA Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala, bílaleiga og annarra aðila við biðtíma eftir forskráningu nýrra bíla. Hagsmunaaðilar hafa átt samtöl við Samgöngustofu um langan afgreiðslutíma og leiðir til að stytta hann undanfarin misseri. Biðtími hefur aukist allverulega undanfarna mánuði og nemur nú allt að mánuði. Áður tók afgreiðsla umsókna einungis tvo til þrjá daga.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Fréttablaðið/GVAÍ svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á forskráningu bifreiða hjá Samgöngustofu kom fram að Samgöngustofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Gert var ráð fyrir að nýtt kerfi yrði komið í gagnið á vormánuðum 2017, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Því miður er okkur mjög þröngt skorinn stakkur í fjárlögum og ekkert tillit tekið til aukinna verkefna." „Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. „Ég er að reyna þetta með þær veiku fjárheimildir sem ég hef í því trausti að fjárveitingavaldið muni láta hluta af þeim miklu tekjum sem ríkið er að njóta af þessum skráningum að sjálfsögðu renna til að kosta til þess sem þarf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala, bílaleiga og annarra aðila við biðtíma eftir forskráningu nýrra bíla. Hagsmunaaðilar hafa átt samtöl við Samgöngustofu um langan afgreiðslutíma og leiðir til að stytta hann undanfarin misseri. Biðtími hefur aukist allverulega undanfarna mánuði og nemur nú allt að mánuði. Áður tók afgreiðsla umsókna einungis tvo til þrjá daga.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Fréttablaðið/GVAÍ svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á forskráningu bifreiða hjá Samgöngustofu kom fram að Samgöngustofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Gert var ráð fyrir að nýtt kerfi yrði komið í gagnið á vormánuðum 2017, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Því miður er okkur mjög þröngt skorinn stakkur í fjárlögum og ekkert tillit tekið til aukinna verkefna." „Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. „Ég er að reyna þetta með þær veiku fjárheimildir sem ég hef í því trausti að fjárveitingavaldið muni láta hluta af þeim miklu tekjum sem ríkið er að njóta af þessum skráningum að sjálfsögðu renna til að kosta til þess sem þarf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00